Aldan

laugardagur, desember 07, 2002

Karlmenn eru óþolandi þegar kemur að gjöfum.. hvað á að gefa þessum ónytjungum???? Ég er í bévítans vandræðum.. er búin að ákveða og kaupa flestallar gjafirnar handa kvenkynsættingjum og vinum en á alla karlana eftir... sérstaklega eftir því sem þeir verða eldri.. litli frændi minn verður örugglega auðveldur, svo er það einn sem er 13 ára, 24 ára og svo pabbi og afi... alltaf erfiðara og erfiðara.. komið með hugmyndir!!! Þessi sem er 13 er tölvu og íþróttafíkill en málið er að hann á allt sem viðkemur því og síðustu afmæli og jól hefur hann alltaf fengið tölvuleik.. vantar einhverja aðra hugmynd! Annars þegar ég hugsa um gjafir þá man ég eftir einni afmælisgjöf sem er mér einna minnistæðust! Þegar ég var um 15 eða 16 ára fékk ég alveg óvænt sent frá kærasta mínum í Belgíu litla heimatilbúna ljóðabók sem var á stærð við stóra fingurnögl með ljóðum sem hann hafði samið sjálfur!! Svo man ég alltaf eftir því þegar ég fékk kisa í jólagjöf... hann þurfti að dúsa niðri í geymslu í nokkrar klukkustundir áður en hann fékk að

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home