Aldan

sunnudagur, desember 01, 2002

Matarboðið gekk vel í gær... ég held við höfum ekki hrætt kanann það mikið. Það var samt ýkt fyndið að sjá andlitið á honum þegar hann frétti að hann hefði verið að borða blóð með fitu! ;) Þetta minnti mig smá á Fear Factor og Survivor fyrir utan að náttúrulega voru engin verðlaun (nema kannski Hanna hafi verið með einhver plön fyrir kvöldið. Honum hlotnaðist sá heiður að smaka lifrarpylsa, blóðmör, jafning og rófustöppu. Flatkökur með hangikjöti og harðfiskur var einnig á borðum og eftirrétturinn var grónagrautur með eða án rúsinum. Ég hugsa samt að hann muni ekki þiggja íslendingaboð í nánustu framtíð! Matargikkurinn ég fékk æðislegt lasagna :) Kvöldið var skemmtilegt... við hlustuðum á íslensk lög og vísnaskap en Sálin var lengst í spilum enda er Hvar er draumurinn snilldarplata! Kaninn var svo manaður í að bíta í lýsistöflu, honum fannst það í lagi svo hann var manaður að bíta í enn stærri töflu hefði verið kúl hefði verið til lýsi í vökvaformi! Ég var samt komin heim alveg fyrir tólf enda orðin þreytt eftir daginn og þarf að skila inn ritgerð strax á mánudag!

Ég vorkenni þeim sem þurfa að koma í þessi kynningarboð hjá okkur vinkvennunum, Ögmundur, Sjonni, Daníel hafa nú gengið í gegnum þetta og örugglega fleiri sem ég man ekki eftir núna! Hlýtur að vera hreinasta kvöl, sem betur fer mun Jón Ólafur Yen aldrei þurfa að ganga í gegnum þetta!
Jæja.. aftur í skólavinnuna, trúi ekki að 1. des er á morgun... ætti kannski að fara að hengja seríuna upp! Hvernig ætli jólaglöggið hafi farið í vinnunni??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home