HVað er Deja Vú? Smá skoðanaágreiningur í gangi, Vala vinkona segir að þetta séu heilafrumur að deyja, Veiga stendur fast á því að þetta sé bilun í ,,kerfinu"!!! Matrix aðdáandi í hreinum sokkum! Ég afturámóti tel að hér sé um að ræða drauma sem eru að rætast, í flestum tilvikum... rétt áðan fékk ég þetta svaka deja vú en málið er að ég man þegar mig dreymdi þetta, ég var ekki farin að vinna á núverandi vinnustað heldur var ég að vinna hjá Markhúsinu og mig dreymdi um að ég væri byrjuð að vinna hérna og fékk þetta skemmtilega símtal þegar jólin voru að nálgast! Þetta man ég greinilega því ég var ekki búin að sækja um þetta starf en hafði langað að gera það í nokkurn tíma! Ég tjáði mig einmitt um þennan draum við fjölskyldu mína því mér fannst svo merkilegt seinna að ég skuli hafa fengið starfið... nú þegar ég fæ þetta Deja vú eru meira en 2 ár síðan!!! Merkilegt nokk!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home