Aldan

fimmtudagur, desember 05, 2002

Ef ég er ekki sú óheppnasta í heimi þá veit ég ekki hvað... ég bakkaði á voðalega sætan strák :) hann var svo góður að hann sleppti mér.. hlýtur að hafa séð hvað mér þótti þetta agalega leitt!! Annars getur hann sjálfum sér kennt.. að leggja í beinni línu fyrir aftan mig í ólöglegt stæði. Nei ok, þetta er allt mér að kenna! Nei tek þetta til baka... þetta er rúðuþurrkunum að kenna, ég sé ekkert út um afturgluggann! Alveg búin að fá nóg eftir daginn.. ég var komin í svo mikið móðursýkiskast að þá lá við að ég lenti í öðrum árekstri. Systir mín fékk einnig nett taugaáfall, heyrðist bara Gúlp í henni, ég bara hló.. svo mikið var álagið! Það fór samt betur en á horfðist, enginn slasaður og bíllinn í lagi! Ekki nóg með það heldur kviknaði svo í heima, mútta var með kveikt á kertum inni í stofu og var sofandi, systir mín var sofandi og ég í tölvunni. Ég heyrði eitthvað tíst í fuglinum.. hélt að kötturinn hefði nælt sér í kvöldmat þannig ég fór fram og þá skeiðlogaði í jólasveininum! Ég var náttúrulega bjargvættur dagsins og slökkti eldinn, smá reykur annars var allt í kei!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home