Aldan flaug!
Ég er ekki enn komin niður úr skýjunum síðan í gær, sem er svoldið skrýtið þar sem það voru engin ský sjáanleg en allavega Flugmaðurinn bauð mér, Netverjanum og Mr. America í flugferð í gær. Undirrituð fékk að sitja frammí og var meira að segja leyft að taka stýrið og hefja vélina á loft!! Þetta var meiriháttar gaman, við fengum líka frábært flugveður, heiðskýrt og norðurljósin skörtuðu sínu fegursta! Við flugum yfir Akranes, þaðan aftur yfir Reykjavík og svo til Keflavíkur þar sem við fengum m.a. að prufa snertilendingu. Þeir voru svo sætir í turninum að þeir kveiktu öll ljós sem hægt var að kveikja á einni brautinni og það lá við að maður fengi ofbirtu í augun af allri litadýrðinni! Að endingu flugum við svo aftur yfir Reykjavík og lentum heil eftir þetta ævintýr!
Takk fyrir mig :)
Takk fyrir mig :)
9 Comments:
Vá flugvél vííííííí......
Þú sagðir mig vera heimska svo ég sendi komment inn í þeim dúr.
Bless þín vinKONA Auður
By audibet, at 3:51 e.h.
Ú mín touchy... og nei ég sagði aldrei að þú værir heimsk elskan mín, ég spurði þig bara hvort þú værir það! You know I love you :)
Þó þú sért KONA! ;)
By Aldan, at 3:54 e.h.
OK þetta er komið gott að byrja á því að kalla mig heimska, segjast vera að spauga og enda það svo með að kalla mig drusla. Hvort er það Alda mín, hvort er ég heims eða drusla því ég veit ég er ekk heimsdrusla.....
Love
By audibet, at 3:56 e.h.
Við skulum bara stoppa núna áður en ég særist frekar, áður en vinskapur okkur fjarar út áður en ég flyt að landi brott til að forðast hörðu orð þín, nei hey ég er nú þegar búin að því...... Hahah er þetta kannski ástæðan fyrir því að þú vildir ekki kynna mig fyrir vinum þínum. Ég er farin að skilja þig betur núna Alda mín. En ástæðan fyrir því að ég er að drita á þig kommentum er sú að .... ég er með samviskubit yfir að skoða aldrei bloggið þitt og lofa að bæta úr því næstu.... ár.... Love jú
By audibet, at 4:01 e.h.
Þú ert hvorugt elskan mín, þú ert bara fullkomin eins og þú ert og ég myndi ekki vilja breyta neinu! Mér þykir það voðalega leiðinlegt ef orð mín hafa sært þig! Friends?? Kona :)
By Aldan, at 4:08 e.h.
Og það er fínt að fá smá komment þó þetta sé léleg afsökun! Það lítur út fyrir að vera svaka umræða hérna í gangi og því meira spennandi :)
By Aldan, at 4:11 e.h.
Ertu að reyna að græta mig, ég elska þig líka hahahah....kökkur í hálsi....ha ég fullkomin... nei þetta er bara laukurinn sem er svona að fara í mig... ég þarf að pissa.... bless
By audibet, at 4:24 e.h.
Bravó... *klapp*klapp* þvílík frammistaða!!! Pottþéttur Óskar :)
By Aldan, at 4:38 e.h.
Vá, þetta hefur verið magnað! :)
Kveðja,
Magga
By Nafnlaus, at 8:58 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home