Aldan

þriðjudagur, október 17, 2006

Fiðringur

Já... það er komið að því... minn árlegi USA-fiðringur hefur náð hámarki.. mig klæjar í fingurnar að komast út í Mall of America... og það er rétt vika síðan ég lenti á landinu eftir útferð!! Hver býður??

Annars er hér áríðandi tilkynning til Snúranna!!
Árlegt Singstar-partý Snúranna verður haldið hjá Dvergnum í Bakarabrekkunni föstudaginn 27. október!! Snúrur eru vinsamlegast beðnar um að hafa með sér nægt áfengi til að rota flóðhest og helst vera í einhverjum fötum... svona til að byrja með allavega!! Dvergurinn og Geitin svara spurningum ef einhverjar verða! Mæli með að fólk mæti.. því ég ætla að mæta og RÚSTISSU!!

Lífið hefur verið eitthvað hálfdapurt eftir komuna til landsins... kvef og hiti, engin Anna... mikið áhorf á Little Britain hefur hjálpað smá, þetta er allt að koma.. síðasta vaktin í bili runnin upp.. eitthvað útistáelsi á föstudag.. gervineglurnar enn á sínum stað eftir viku :) Lífið er í lagi!

Bubbles out!

2 Comments:

  • Alda mín þúrt ert nú soddan krútt!

    Já ég ætla reyna mæta í partý :)

    Miki ðstuð mikip gaman ;)

    En já ég er game í USA ;)

    By Blogger Olly beygla, at 2:37 f.h.  

  • Ég skal koma með ykkur til USA :)
    Ef eitthver splæsir :Þ

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home