London
Dagur eitt!
Föstudagsmorgun, klukkan er 06.00... vekjaraklukkan hringir.. fékk innan við tveggja tíma svefn! Góð byrjun, jæja.. ég druslaði mér í sturtu og fór mína síðustu ferð með A.J. til Kalla þar sem Hanna kom á kagganum sínum og sótti okkur! Við vorum ALLTOF tímalega í því, en það var kannski ágætt þar sem eina stæðið sem var laust á langtímasvæðinu var nokkra kílómetra í burtu frá flugstöðinni, hálft landið var statt í útlandinu og enginn hafði haft vit á því að taka rútuna!! Við röltum um Leifstöð eins og vængbrotnir ungar, vissum varla hvað við áttum við okkur að gera. Ég keypti áfengi í litlum flöskum og hin gerðu eitthvað álíka skynsamlegt til að eyða tímanum! Nóg um það.. við flugum af landi brott með B.A. , flugferðin var fín... ágætis fótapláss á leiðinni út, ekkert út á ferðina að setja þó sætið fyrir framan kalla liti út fyrir að hafa lent í hremmingum... mér líkaði heldur ekki klórförin á klæðningunni... en við komust heil á höldnu til Gatwick, það var fyrir öllu! Af Gatwick tókum við hraðlest á Victoria stöðina þar sem Ögmundur beið eftir okkur og fylgdi okkur þaðan á hótelið. Hótelið virtist snyrtilegt þó herbergið hafi verið frekar lítið.. við vorum sett í kjallarann... hehe.. greinilega ekki nógu fín til að hafa uppi við! Það var samt bara upplifun, skemmtilegt port og svona... lítið hægt að opna gluggann og ég vorkenni Kalla því vegna tíðra sturtuferða kvenfólksins (aðallega minna þó) þá var sífelldur raki inni í herberginu og varla hægt að anda nema með hjálp viftunnar sem alltaf var í gangi! Við stelpurnar ákváðum að hvíla okkur og gera okkur tilbúnar fyrir kvöldið á meðan K. og Ö. gerðu sitt! Ögmundur átti afmæli um daginn og ákvað í tilefni þess að bjóða okkur öllum út að borða til að halda upp á það. Búið var að ákveða pizzastað í Soho hverfinu en þar var komið var fullt þar og við ákváðum að finna okkur nýjan stað! Fyrir valinu varð skemmtilegur veitingastaður í miðjarðarhafsdúr... þar fengum við 3 rétta máltíð og vín með! Skemmtilegur félagsskapur og góður matur, ekki hægt að biðja um meira! Svo röltum við um hverfið, fórum inn í vafasamar búðir og sáum Piccadilly Circus og fleira. Kalli og Hanna urðu ansi þyrst á þessari göngu og ákváðu að kaupa sér bjór og fengu hann í plastglasi svo þau gætu labbað um og drukkið, 3 mínútum seinna birtist löggan og tjáir þeim að það sé ólöglegt að drekka svona á götum úti og bað þau vinsamlegast um að hella honum niður! Mjög fyndið þar sem það voru í raun ég og Ögmundur sem vorum meira drukkin en þau.. en svona er lífið ósanngjarnt hehe.. jæja.. við fórum fljótlega eftir það aftur heim í Paddington hverfið þar sem við kíktum á The Pride of Paddington, lócal pöbbinn... en honum var lokað snemma og allir enn í fullu fjöri þannig ákveðið var að kíkja inn á Casino sem var þarna nálægt og virtist opið alla nóttina! Einn bobbi, til að komast inn þurfti maður að gerast meðlimur, Kalli ákvað að fórna sínu góða nafni fyrir liðið og skráði sig og svo fengum við hin að vera gestir... við þurftum samt sem áður að fylla út plagg með nafni og heimilisfangi og láta taka myndir af okkur!! Hanna var eitthvað rög við að setja sitt nafn við svona stofnun þannig að héðan í frá verður hún þekkt sem Droplaug Jónsdóttir ef einhver spyr um hana! Staðurinn var þvílíkt flottur, ekta casino.. skemmtileg upplifun og flott veggfóður! Hvað um það.. Dagur eitt er á enda!
Dagur tvö!
Vekjaraklukkan hringdi eftir að við höfðum fengið u.þ.b. 4 tíma svefn, auðvitað tók sinn tíma að taka sig til.. en við vorum samt farin út fyrir 10.. þó sumir hafi ekki haft þolinmæði í að bíða eftir okkur.. en ojæja.. hehe boys will be boys. Eftir ekta enskan morgunverð héldum við niður í bæ að hitta Ögmund! Neyðin kennir naktri konu að spinna en aldrei nokkurn tímann mun ég stíga fæti aftur inn á klósettið á Burger King á Tottenham Court Road! Þvílíkan viðbjóð hef ég sjaldan séð... mig hryllir við tilhugsunina... ég þarf að komast í sturtu núna!
Haldið var af stað í smá gönguferð, planið var að finna skemmtilegar nornabúðir fyrir nornina! Hanna vildi frekar versla... og náði ágætis árangri í að reyna að bræða visakortið á meðan við hin röltum um borgina! Við komum við í Covent Garden og sáum fullt af götulistamönnum og markaðinn þar... Svo slógumst við í för með Hannfríði á Oxford stræti og reyndum að versla eitthvað með misjöfnum árangri!
Aftur var haldið á hótelið með poka og til að hafa okkur til fyrir kvöldið! Við fórum út að borða á Bizzaro, ítalskan veitingastað í hverfinu... fínn staður, pizzurnar helst til þunnar fyrir minn smekk en þetta var í lagi... Ögmundur var orðinn slappur svo að við hin héldum niður í bæ. Ég held ég hafi sjaldan séð jafnmikinn mannfjölda og þarna á Piccadilly Circus á laugardagskvöldinu! Fyrir einhverja lukku náðum við svo síðustu lestinni heim án þess að hafa gert okkur grein fyrir því fyrr en um borð í lestinni!
Dagur 3!
Aftur hringdi klukkan u.þ.b. 4 tímum eftir að við lögðumst niður til svefns! Stefnan var tekin á London Eye, Big Ben og ánna Thames! Klukkutímabið eftir auganu en vel þess virði, fengum stórfínt veður og gott útsýni í allar áttir! Eftir kaffi og kakó á Manga kaffihúsinu skildust leiðir og á meðan Hanna og Karl reyndu að kíkja í te til Betu þá fór ég á fund Önnu... náði að rata ein um neðanjarðakerfi Lundúnaborgar og mætti á staðinn nærri klukkutíma á undan áætlun, fékk mér Sunnudagsblaðið og settist út í garð ásamt furðufuglum og öðrum fuglum og hvíldi lúin bein meðan ég beið eftir systur minni! Leið eins og heimsborgara... sátt við lífið og tilveruna! Það var gaman að sjá Önnu mína enda ekki búin að sjá hana í lengri tíma, við skiptumst á vörum og fengum okkur óhollustu í formi Burger King sem ég verð að viðurkenna var miklu betri þarna úti en hér heima! Svo röltum við um hverfið og settumst á krá og spjölluðum um daginn og veginn! Ég skil ekki alveg hvernig en mér tókst að komast heil á húfi aftur á hótelið eftir einhvern viðbjóð sem nefnist Iron Brew en hvað um það. Ákveðið var að halda sig í hverfinu, svo við héldum í göngutúr í leit að sæmilegum veitingastað. Enduðum á indversku hlaðborði á Boombay.. hænunni greinilega hent beint í pottinn (Ö. á þetta) og einhver hefur misst sig í því að kryddahakkréttinn, en allt þetta var upplifun! Við gengum meira um hverfið og héldum svo inn á hótelherbergi, allir orðnir netþyrstir og slökktum þorstann með smá heimsókn á veraldarvefinn, annar þorsti var slökktur með ófáum bjórum! Klukkan 4 vorum við síðan sótt af skemmtilegum bílstjóra frá Bahrain og hann keyrði okkur út á flugvöll, ég ósofin og mygluð en náði þó að virða fyrir mér útsýnið á leiðinni... ekkert smá gaman að sjá London svona snemma að morgni.. og mjög undarlegt að hafa stýrið vitlausum megin í bílnum! Flugið heim gekk vel þó ég hafi nú ekki beinlínis verið sátt við þuklið sem ég fékk í öryggishliðinu.. fékk Hönnu skammt líka.. ég vil þó halda að þetta hafi verið lesbía sem var að þukla á mér og hún hafi bara verið svona hrifin... eins og barþjónninn á the Pride of Paddington... voðalega dreg ég þær að mér... hvar eru karlmennirnir?? En nóg um það, ég svaf svo næstum heilan sólarhring eftir þetta enda svefnvana eftir ferðina!
Þetta var skemmtileg ferð og ég hefði ekki viljað missa af þessu þó ég virðist hafa nælt mér í ansi vænlegt kvef! Takk fyrir mig :)
Ef þið viljið kíkja á myndir þá setti ég nokkrar úr ferðinni hérna inn :)
Föstudagsmorgun, klukkan er 06.00... vekjaraklukkan hringir.. fékk innan við tveggja tíma svefn! Góð byrjun, jæja.. ég druslaði mér í sturtu og fór mína síðustu ferð með A.J. til Kalla þar sem Hanna kom á kagganum sínum og sótti okkur! Við vorum ALLTOF tímalega í því, en það var kannski ágætt þar sem eina stæðið sem var laust á langtímasvæðinu var nokkra kílómetra í burtu frá flugstöðinni, hálft landið var statt í útlandinu og enginn hafði haft vit á því að taka rútuna!! Við röltum um Leifstöð eins og vængbrotnir ungar, vissum varla hvað við áttum við okkur að gera. Ég keypti áfengi í litlum flöskum og hin gerðu eitthvað álíka skynsamlegt til að eyða tímanum! Nóg um það.. við flugum af landi brott með B.A. , flugferðin var fín... ágætis fótapláss á leiðinni út, ekkert út á ferðina að setja þó sætið fyrir framan kalla liti út fyrir að hafa lent í hremmingum... mér líkaði heldur ekki klórförin á klæðningunni... en við komust heil á höldnu til Gatwick, það var fyrir öllu! Af Gatwick tókum við hraðlest á Victoria stöðina þar sem Ögmundur beið eftir okkur og fylgdi okkur þaðan á hótelið. Hótelið virtist snyrtilegt þó herbergið hafi verið frekar lítið.. við vorum sett í kjallarann... hehe.. greinilega ekki nógu fín til að hafa uppi við! Það var samt bara upplifun, skemmtilegt port og svona... lítið hægt að opna gluggann og ég vorkenni Kalla því vegna tíðra sturtuferða kvenfólksins (aðallega minna þó) þá var sífelldur raki inni í herberginu og varla hægt að anda nema með hjálp viftunnar sem alltaf var í gangi! Við stelpurnar ákváðum að hvíla okkur og gera okkur tilbúnar fyrir kvöldið á meðan K. og Ö. gerðu sitt! Ögmundur átti afmæli um daginn og ákvað í tilefni þess að bjóða okkur öllum út að borða til að halda upp á það. Búið var að ákveða pizzastað í Soho hverfinu en þar var komið var fullt þar og við ákváðum að finna okkur nýjan stað! Fyrir valinu varð skemmtilegur veitingastaður í miðjarðarhafsdúr... þar fengum við 3 rétta máltíð og vín með! Skemmtilegur félagsskapur og góður matur, ekki hægt að biðja um meira! Svo röltum við um hverfið, fórum inn í vafasamar búðir og sáum Piccadilly Circus og fleira. Kalli og Hanna urðu ansi þyrst á þessari göngu og ákváðu að kaupa sér bjór og fengu hann í plastglasi svo þau gætu labbað um og drukkið, 3 mínútum seinna birtist löggan og tjáir þeim að það sé ólöglegt að drekka svona á götum úti og bað þau vinsamlegast um að hella honum niður! Mjög fyndið þar sem það voru í raun ég og Ögmundur sem vorum meira drukkin en þau.. en svona er lífið ósanngjarnt hehe.. jæja.. við fórum fljótlega eftir það aftur heim í Paddington hverfið þar sem við kíktum á The Pride of Paddington, lócal pöbbinn... en honum var lokað snemma og allir enn í fullu fjöri þannig ákveðið var að kíkja inn á Casino sem var þarna nálægt og virtist opið alla nóttina! Einn bobbi, til að komast inn þurfti maður að gerast meðlimur, Kalli ákvað að fórna sínu góða nafni fyrir liðið og skráði sig og svo fengum við hin að vera gestir... við þurftum samt sem áður að fylla út plagg með nafni og heimilisfangi og láta taka myndir af okkur!! Hanna var eitthvað rög við að setja sitt nafn við svona stofnun þannig að héðan í frá verður hún þekkt sem Droplaug Jónsdóttir ef einhver spyr um hana! Staðurinn var þvílíkt flottur, ekta casino.. skemmtileg upplifun og flott veggfóður! Hvað um það.. Dagur eitt er á enda!
Dagur tvö!
Vekjaraklukkan hringdi eftir að við höfðum fengið u.þ.b. 4 tíma svefn, auðvitað tók sinn tíma að taka sig til.. en við vorum samt farin út fyrir 10.. þó sumir hafi ekki haft þolinmæði í að bíða eftir okkur.. en ojæja.. hehe boys will be boys. Eftir ekta enskan morgunverð héldum við niður í bæ að hitta Ögmund! Neyðin kennir naktri konu að spinna en aldrei nokkurn tímann mun ég stíga fæti aftur inn á klósettið á Burger King á Tottenham Court Road! Þvílíkan viðbjóð hef ég sjaldan séð... mig hryllir við tilhugsunina... ég þarf að komast í sturtu núna!
Haldið var af stað í smá gönguferð, planið var að finna skemmtilegar nornabúðir fyrir nornina! Hanna vildi frekar versla... og náði ágætis árangri í að reyna að bræða visakortið á meðan við hin röltum um borgina! Við komum við í Covent Garden og sáum fullt af götulistamönnum og markaðinn þar... Svo slógumst við í för með Hannfríði á Oxford stræti og reyndum að versla eitthvað með misjöfnum árangri!
Aftur var haldið á hótelið með poka og til að hafa okkur til fyrir kvöldið! Við fórum út að borða á Bizzaro, ítalskan veitingastað í hverfinu... fínn staður, pizzurnar helst til þunnar fyrir minn smekk en þetta var í lagi... Ögmundur var orðinn slappur svo að við hin héldum niður í bæ. Ég held ég hafi sjaldan séð jafnmikinn mannfjölda og þarna á Piccadilly Circus á laugardagskvöldinu! Fyrir einhverja lukku náðum við svo síðustu lestinni heim án þess að hafa gert okkur grein fyrir því fyrr en um borð í lestinni!
Dagur 3!
Aftur hringdi klukkan u.þ.b. 4 tímum eftir að við lögðumst niður til svefns! Stefnan var tekin á London Eye, Big Ben og ánna Thames! Klukkutímabið eftir auganu en vel þess virði, fengum stórfínt veður og gott útsýni í allar áttir! Eftir kaffi og kakó á Manga kaffihúsinu skildust leiðir og á meðan Hanna og Karl reyndu að kíkja í te til Betu þá fór ég á fund Önnu... náði að rata ein um neðanjarðakerfi Lundúnaborgar og mætti á staðinn nærri klukkutíma á undan áætlun, fékk mér Sunnudagsblaðið og settist út í garð ásamt furðufuglum og öðrum fuglum og hvíldi lúin bein meðan ég beið eftir systur minni! Leið eins og heimsborgara... sátt við lífið og tilveruna! Það var gaman að sjá Önnu mína enda ekki búin að sjá hana í lengri tíma, við skiptumst á vörum og fengum okkur óhollustu í formi Burger King sem ég verð að viðurkenna var miklu betri þarna úti en hér heima! Svo röltum við um hverfið og settumst á krá og spjölluðum um daginn og veginn! Ég skil ekki alveg hvernig en mér tókst að komast heil á húfi aftur á hótelið eftir einhvern viðbjóð sem nefnist Iron Brew en hvað um það. Ákveðið var að halda sig í hverfinu, svo við héldum í göngutúr í leit að sæmilegum veitingastað. Enduðum á indversku hlaðborði á Boombay.. hænunni greinilega hent beint í pottinn (Ö. á þetta) og einhver hefur misst sig í því að kryddahakkréttinn, en allt þetta var upplifun! Við gengum meira um hverfið og héldum svo inn á hótelherbergi, allir orðnir netþyrstir og slökktum þorstann með smá heimsókn á veraldarvefinn, annar þorsti var slökktur með ófáum bjórum! Klukkan 4 vorum við síðan sótt af skemmtilegum bílstjóra frá Bahrain og hann keyrði okkur út á flugvöll, ég ósofin og mygluð en náði þó að virða fyrir mér útsýnið á leiðinni... ekkert smá gaman að sjá London svona snemma að morgni.. og mjög undarlegt að hafa stýrið vitlausum megin í bílnum! Flugið heim gekk vel þó ég hafi nú ekki beinlínis verið sátt við þuklið sem ég fékk í öryggishliðinu.. fékk Hönnu skammt líka.. ég vil þó halda að þetta hafi verið lesbía sem var að þukla á mér og hún hafi bara verið svona hrifin... eins og barþjónninn á the Pride of Paddington... voðalega dreg ég þær að mér... hvar eru karlmennirnir?? En nóg um það, ég svaf svo næstum heilan sólarhring eftir þetta enda svefnvana eftir ferðina!
Þetta var skemmtileg ferð og ég hefði ekki viljað missa af þessu þó ég virðist hafa nælt mér í ansi vænlegt kvef! Takk fyrir mig :)
Ef þið viljið kíkja á myndir þá setti ég nokkrar úr ferðinni hérna inn :)
5 Comments:
Hahaha.. Þetta súmmerar ferðina vel:)
Fótalúnir en ánægðir einstaklingar sem settust upp í vél BA.
Við skulum ekkert minnast á það af hverju við náðum síðustu lest fyrir tilviljun, en eitt veit ég, ég er farin í göngugreiningu.
By Nafnlaus, at 9:09 f.h.
Þetta hefur verið vel heppnuð ferð hjá ykkur:)og bara gaman að lenda í hinum ýmsu uppákomum:):)
Kv.Ásta Björk
By Bjorkin, at 2:59 e.h.
Iron Brew er tær snilld. Kynntist þessari bragðupplifun eftir Rammstein tónleika í Glasgow. Maður var gjörsamlega að skrælna upp og það eina sem var eftir í gossjálfssölunum var Járnbruggið. Þess má geta að eina leiðin til að ná að klára heila flösku af þessu görótta bruggi er að vera gjörsamlega uppþornaður.
By Gerdur Sif, at 8:18 e.h.
Ohh...mig langar til London : )
Sólveig
By Nafnlaus, at 10:09 f.h.
Tad var svo gaman ad hitta litlu systur!! Hvenaer a svo ad koma og bara hitta mig!!!
By Anna, at 11:08 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home