Aldan

sunnudagur, apríl 02, 2006

Saved by the Micra!

Ég gleymdi að þakka Álfrúnu fyrir hjálpina um daginn! Hún kom eins og fuglinn fljúgandi á Míkrunni og pikkaði mig upp fyrir utan Bónus með 10 poka og kattarsand... ok smá ýkjur með pokana en þeir voru þungir!! Við Álfrún og Arna ásamt Ragú áttum saman skemmtilegt kvöld um daginn.. við pöntuðum góðan mat frá Indókína og sátum síðan og spjölluðum ásamt því að líta öðru hvoru á Independence Day... by the way hann Jeff Goldblum er HEITUR í þessari mynd! MMMMM ég var alveg búin að gleyma því hvað hann er brilliant!!!
Videókvöldið með Ellen og Söruh gekk líka vel... það er samt staðreynd að ég mun ekki horfa á myndina Chopper aftur! En ég mun hinsvegar líta Eric Bana öðrum augum eftir að hafa séð hana.... hann er mjög áhugaverður leikari þrátt fyrir að hafa stigið eitt stórt grænt feilspor á ferlinum! Hér er auðvitað verið að vísa í myndina HULK!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home