Aldan

sunnudagur, apríl 02, 2006

Það er aldeilis!

Sinubruni upp á kjalarnesi! Vesturlandsvegurinn lokaður.. allar línur eru rauðglóandi! Ég vorkenni fólki sem hefur farið í sunnudagsbíltúr upp á Kjalarnes eða inn í Hvalfjörð í þessu blíðskaparveðri! Lyktin er komin hingað!!! Ojbara! Hóst!!

Já... ég er víst á leiðinni til útlanda í sumar!!! Ég á kolklikkaðar vinkonur sem keyptu handa mér farmiða og sendu mér í pósti já flugmiða! Takk fyrir!! Hlakkar ekkert smá til!! Við förum í júlí og verðum í sumarbústað með aðgang að hraðbát og alles!! Sól og sumarylur.. gott fólk!!

Ég fór aldrei þessu vant á Kaffi Rosenberg um daginn... sat þar með vinkonu minni þegar það labbar stelpa að borðinu okkar og spyr okkur hvort það séu ekki laus sæti við hliðina á okkur.. jújú.. þau voru laus.. jæja svo áður en hún sest.. þá stendur hún og horfir á mig og spyr svo: heitiru ekki Alda! Ég bara jújú... og hún spyr hvort ég kannist ekkert við hana og ég neita því. Þá segist hún heita B. og hafa búið fyrir ofan mig á Grandanum þegar ég var yngri, við vorum góðar vinkonur!! Ég mundi strax eftir henni! Ég sá hana síðast þegar ég var átta ára gömul og hún var að flytja til Spánar og ég öfundaði hana þvílíkt!! Auðvitað var ég eins og asni.. maður veit ekkert hvað maður á að segja við svona aðstæður!! Ég bara: nei þú.. gaman að sjá þig! Hvað er að frétta??? Fluttirðu ekki til Spánar... Áttiru ekki síamsketti... svo varð ég uppiskroppa með umræðuefni og sneri mér aftur að vinkonu minni og þóttist vera í hörkusamræðum við hana! Þá snýr sessunautur B. sér að vinkonu minni og segir: hvaðan þekki ég þig? Varstu ekki með mér í ???? Svona hélt þetta áfram...
Úff... jæja.. þetta gerist ekki oft en er alltaf jafn skrautlegt sérstaklega þegar maður er svona málglaður og ófeimin! ;)

Ég fjárfesti loksins í Mp3 spilara! Ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að kaupa Ipod eða Mp3 spilara.. en svo fór ég í Bt og sá eins Mp3 spilara með 1 GB og útvarpi eins og Sarah á og ákvað að skella mér á hann enda hefur hún góða reynslu af honum! Ég var búin að geyma gjafabréfið sem ég fékk frá Frostó í þessum tilgangi og var fegin að hafa ekki verið búin að eyða því í sokka sem hafði staðið til lengi! Svo virðist sem allir svörtu sokkarnir mínir hverfi eða eru götóttir eða annar sokkurinn í pari sé týndur! Þetta jókst eftir að við fengum þurrkara! Hefði átt að kaupa fleiri út í USA ;) En allavega.. ég er ofsalega ánægð með spilarann og er strax búin að fylla hann :OP

Stelpurnar úr Kvennó hittust í gær... Ásta B. var svo myndarleg að bjóða okkur í mat en svo var ég slöpp með hita og leiðindi og ákvað að vera heima í staðinn. Líklegast var það skynsamlegasta ákvörðunin, ég var sofnuð fyrir klukkan níu! Svo mér til sérstakrar ánægju vaknaði ég um 1 leytið og gat ekkert sofnað fyrr en undir morgun!
Good times eða hitt þó!
Ég sem var búin að fjárfesta í því aðalhráefni Snúrusnafsins alræmda! Það bíður bara betri tíma!

Ég var að horfa á Taxi um daginn, bandarísku útgáfuna, ég verð að minnast á Queen Latifah, hún Audibet lítur nákvæmlega eins út og drottningin, er nákvæmlega sami karakter.. nema náttla meira sexy og saltaðri eins og hún sjálf segir!! En eins og hún lætur með bílinn sinn, alveg pjúra Audibet!!!! Jimmy Fallon var líka alveg að standa sig!! Mjög fyndin mynd, mæli með henni!

Svo verð ég að óska Nínu til hamingju með litlu prinsessuna!! Heimafæðing án deyfingar.. ekkert nema hetja þarna á ferð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home