Aldan

sunnudagur, apríl 02, 2006

Köngulóarkonan!

Mig dreymdi um daginn að ég var í París, og var að skoða mig um þar að kvöldi til. Tilfinningin og andrúmsloftið í draumnum var alveg frábært og ég elskaði borgina! Á einum tímapunkti var ég þó í miðbænum og umkringd fólki en það voru þarna 2 gaurar sem sáu að ég var ferðamaður og ég fann á mér að þeir ætluðu mér illt.. allavega þeir koma alveg upp að mér og stinga mig með hnífi í innra lærið og skera neðan af töskunni minni... ég fann þennan svaka sársauksting í lærinu. Tilgangurinn með þessari sögu er að núna nokkrum dögum seinna er ég komin með svaka sár á þennan stað sem ég fann sársaukann og það lítur ekki alveg nógu vel út! Ég og vænissýkin erum handvissar að ég hafi verið bitin af einhverju illkvitnu, eitruðu skordýri sem hefur skriðið upp í rúm til mín í skjóli nætur, líklega laumast hingað til lands með klasa af vínberjum eða öðrum ávöxtum! Auðvitað stenst þetta líklega ekki nánari skoðun en svona hugsar fólk sem hefur séð of margar hryllingsmyndir og er með frekar auðugt ímyndunarafl...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home