Nú er það vont og það versnar!
Undanfarin ár hef ég tekið eftir því hversu hratt drykkjarvatnið í Reykjavík fer versnandi. Það smakkast langbest upp í Breiðholti en versnar eftir því sem nær dregur miðbænum og vatnið í miðbænum er ömurlegt, sérstaklega í ákveðnu fjölbýlishúsi. Þar er ástandið orðið það slæmt að ef ekkert verður gert þá líður ekki á löngu þar til við verðum að fara út í búð og KAUPA vatnið þar sem það er ekki drekkandi þetta sull sem kemur úr krananum!
Annað sem veldur mér miklum áhyggjum, þetta sama fjölbýlishús í miðbænum á líklegast eftir að hrynja niður einn daginn upp úr þurru! Sprungurnar stækka með hverjum degi og maður tekur eftir nýjum með reglulegu millibili. Guð forði því að það verði jarðskjálfti á næstunni, byggingin myndi hreinlega ekki þola slíkt! Ekki nóg með að það séu sprungur sem skreyta veggina heldur vantar einnig einangrun í nokkra veggi sem hefur þær afleiðingar að maður heyrir ýmislegt milli hæða sem ætti að haldast innan veggja íbúðanna, má þar nefna hin ýmsu búkhljóð og svo fylgihljóð rúmleikanna miklu sem eru auðvitað haldin með reglulegu millibili! Ég hef örugglega áður einnig talað um baðferð nágrannans sem hefst reglulega á hverri nótt klukkan 3, maður getur stillt klukkuna eftir því! En svo virðist núna sem pípulagnir hússins séu líka farnar að gefa sig, þær virðast ekki þola neitt og nágranninn hefur kvartað yfir leka í loftinu þegar maður lætur renna úr baðinu, samt er gólfið hjá okkur skraufþurrt! Bráðum verðum við að samræma allar baðferðir blokkarbúa og skrifa okkur á tiltekinn lista þar sem hverri íbúð er áætlaður ákveðinn sturtutími! Líklega yrði okkar baðferðartími á milli 05-06 á morgnanna miðað við staðsetninguna og mína heppni!!
En nóg um það! Ef byggingin hrynur þá munið a.m.k. heyra einn engil syngja I TOLD YOU SO með undirleik hörpunnar góðu!
Annað sem veldur mér miklum áhyggjum, þetta sama fjölbýlishús í miðbænum á líklegast eftir að hrynja niður einn daginn upp úr þurru! Sprungurnar stækka með hverjum degi og maður tekur eftir nýjum með reglulegu millibili. Guð forði því að það verði jarðskjálfti á næstunni, byggingin myndi hreinlega ekki þola slíkt! Ekki nóg með að það séu sprungur sem skreyta veggina heldur vantar einnig einangrun í nokkra veggi sem hefur þær afleiðingar að maður heyrir ýmislegt milli hæða sem ætti að haldast innan veggja íbúðanna, má þar nefna hin ýmsu búkhljóð og svo fylgihljóð rúmleikanna miklu sem eru auðvitað haldin með reglulegu millibili! Ég hef örugglega áður einnig talað um baðferð nágrannans sem hefst reglulega á hverri nótt klukkan 3, maður getur stillt klukkuna eftir því! En svo virðist núna sem pípulagnir hússins séu líka farnar að gefa sig, þær virðast ekki þola neitt og nágranninn hefur kvartað yfir leka í loftinu þegar maður lætur renna úr baðinu, samt er gólfið hjá okkur skraufþurrt! Bráðum verðum við að samræma allar baðferðir blokkarbúa og skrifa okkur á tiltekinn lista þar sem hverri íbúð er áætlaður ákveðinn sturtutími! Líklega yrði okkar baðferðartími á milli 05-06 á morgnanna miðað við staðsetninguna og mína heppni!!
En nóg um það! Ef byggingin hrynur þá munið a.m.k. heyra einn engil syngja I TOLD YOU SO með undirleik hörpunnar góðu!
1 Comments:
haha.. Vatnir hérna uppi í Selásnum er heldur ekki mjög gott. Eigum við ekki bara að byðja Ísafjarðarbæ að tappa vatni á flöskur og senda okkur í stórum stíl.......
By Unknown, at 5:06 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home