Aldan

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ég skil ekki hvernig fólk kemst hjá því að verða þunglynt af því að lesa heimsfréttirnar! Hryðjuverk, stríð, morð, hækkun bensínverðs! Maður ætti að taka Bruce Willis til fyrirmyndar og bara sleppa því, kannski minnka baugarnir um augu? Maður myndi líklega sofa aðeins værar, hætta að pæla hvenær við Íslendingar verðum fórnarlömb hryðjuverkaárása, miðað við ganginn á þessu þá er víst ekki langt að bíða! Why can't we all just get along??

Talandi um Ísland, hvað er málið með veðrið?? Það er blindbylur úti og samt hefur sumardagurinn fyrsti runnið sitt skeið.... ef almættið leyfir snjónum að halda áfram að kyngja niður þrátt fyrir að dagatalið segir að komið sé sumar, afhverju má þá ekki vera áfram dimmt á nóttunni!

2 Comments:

  • Sammála þér með fréttirnar.
    Stundum verð ég afskaplega leið þegar ég er búin að lesa erlendu fréttirnar á mbl.is
    Á tímabili hætti ég því en er byrjuð aftur....

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:34 f.h.  

  • :( já.. það er erfitt að slíta sig frá þeim... sérstaklega þegar maður hefur ekkert annað að gera á næturvöktunum :(

    By Blogger Aldan, at 6:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home