Aldan

föstudagur, apríl 28, 2006

A River Runs Through it!

Hver lætur drepa Brad Pitt?? Myndin er alveg ágæt, athyglin minnkaði eftir því sem leið á myndina. Það er ótrúlegt hvað það eru léleg gæði á þessum gömlu VHS myndum, eyðileggja alveg stemninguna! Field of Dreams fær að bíða þar til á morgun! Maður hefur takmarkað rými fyrir svona þunglyndislegarmyndir... horfði einnig á Must Love Dogs, hún var alveg ágæt, sæt en ekkert spes. Varð fyrir smá vonbrigðum með John Cusack en fólk getur víst ekki alltaf verið fullkomið! Líklega var það myndatakan sem olli því að myndin virtist hryssingsleg og svo voru leikararnir of mikið að kreista út úr fólki hláturinn! Dermot Mulroney stóð sig samt ágætlega.. en hann er foxy!
Þetta þráðlausa internet er að gera mig vitlausa!!! Var inni í stofu í allt kvöld og í fínu lagi með netið svo fer ég inn í herbergi þá er routerinn alltaf að aftengja mig!!! ARG!! Ollý LAGA!
Ég segi þetta bara gott áður en ég verð brjáluð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home