Aldan

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt Sumar!

Sumardagurinn fyrsti runninn upp, tvær vikur í próf, 3 daga frí og skírn framundan!!

Talandi um prófin.. ég er enn að horfa á þessar blessuðu íþróttamyndir fyrir prófin.. nú síðast horfði ég á Coach Carter sem var nú ekki nærri því eins þunglyndisleg og Friday Night Lights en á svipaðan hátt töpuðu liðin sem um ræðir lokaleiknum! Þeir sem skrifuðu handritið að Friday Night Lights tóku sér bessaleyfi og breyttu endinum á þann hátt að þeir létu liðið komast lengra en það gerði í alvörunni (eins og greint var frá í bókinni en hvað stoppaði þá.. gátu þeir ekki alveg eins gert þetta að mynd með happy ending?! Anyways.. þó að báðar myndirnar hafi endað með tapi þá eru þær svo ólíkar, á meðan Coach Carter gefur smá von og góðan boðskap þá berstrípar Friday Night Lights mann... skilur ekkert eftir nema vonleysi og svartsýni! Coach Carter var samt virkilega góð.. Samuel stendur fyrir sínu eins og vanalega..

Jæja.. ég er farin heim!! Eigið góðan dag!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home