Aldan

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hroki

Og Hleypidómar!!!

Hún Hanna mín smitaði mig af þeirri dellu halda að nýjasta kvikmyndaútgáfan af Hroka og Hleypidómum hlyti að vera hreint ömurleg! Mr. Darcy ekki nógu sætur, Keira Knightley leiðinleg og svo framvegis! Ég var alls ekkert spennt fyrir því að horfa á hana... en ákvað samt að taka þar sem það var ekki mikið í boði... svo margar myndir fráteknar fyrir áhorf með Önnu! Allavega.. ég byrjaði að horfa á hana með því hugarfari að hún yrði nú hreint ömurleg og ég hefði nú átt að taka eitthvað annað! Fyrst setti ég út á Keiru og fannst hún pirrandi, ljótt hárið á henni og tennurnar asnalegar.... svo sá ég Mr. Darcy og hugsaði með mér.. hann er ekkert myndarlegur.. hvað eru þau að pæla að ráða þennan leikara.... svo leið á myndina.. Keira hætti að fara eins mikið í taugarnar á mér og Mr. Darcy varð fríðari og fríðari með hverju atriðinu! Þetta varð bara að mjög góðri og skemmtilegri mynd... sagan náði að láta mig gleyma öllum þessum hlutum sem fóru í taugarnar á mér við myndina og sýnir bara hvað góð saga skiptir máli í svona myndum. Búningarnir voru svo látlausir og allt gert miklu eðlilegra en vant er í svona myndum! Donald Sutherland kom mér líka á óvart með frábærum leik en hann fer yfirleitt MJÖG mikið í taugarnar á mér en hann var virkilega elskulegur í hlutverki pabbans... Ég verð samt að segja að ég er komin á þá skoðun að Keira sé ekki fríð.. ég meina.. hún er allt í lagi en það er bara eitthvað við hana sem fer í mínar fínustu... Sé ekki eftir að hafa látið undan og ákveðið að horfa á hana..... ég var samt alltaf að bíða eftir einu atriði.. en mundi síðar að það var í Emmu en ekki Hroka og hleypidómum! Mér fannst húmorinn alveg skína í gegn í myndinni og skemmtilegt hvað var farið hratt yfir allt... hreytingar Mr. Darcy í byrjun alveg brilliant! Já.. ágætis skemmtun alveg!

2 Comments:

  • haha, ég byrjaði að horfa á hana en gafst svo upp. ég er örugglega líka undir áhrifum frá hönnu. ég hefði átt að horfa aðeins lengur! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:18 e.h.  

  • huh... það er aðeins einn darcy. aðrir darciar geta verið fríðir en það er aðeins einn sem nær hrokanum svona gífurlega vel.

    ég held líka að enginn geti leikið móðurina eftir, "You vexed med" -

    keira- no comment. fer í mig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home