Aldan

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Videópáskar

Það voru sannkallaðir videópáskar í ár! Við vorum einstaklega afkastamiklar yfir helgina, en við horfðum á Narniu, History of Violence, The Prophecy, Connie and Carla og ekki má gleyma Waterworld í sjötta skiptið! Waterworld er hreint æðisleg mynd.. skil ekkert í þessum vitleysingum sem segja að þetta sé ein versta mynd í sögu kvikmyndanna. Mér til skemmtunar komst ég svo að því að litla stelpan hún Enola leikur í dag, Max tölvunördinn í Veronicu Mars þáttunum! Annars voru myndirnar ágætar alveg... fyrir utan Waterworld þá stóð A History of Violence þarna langt upp úr og Narnia trítlaði svo á eftir... Það var gaman að sjá Davið Duchavny í Connie og Cörlu en þær Nia Vardalos og Tony Collette voru of ýktar í aðalhlutverkunum.. reyndar áttu þær líklega að vera það en þær voru of mikið að kreista út úr fólki hláturinn. Svo klæðir hana Tony Collette ekki að vera svona grönn! The Prophecy var allt í lagi svo sem, Satan var heitur ;) namminamm... en ég nenni ekki að horfa á þessa mynd aftur. Narnia var fín alveg.. ágætis skemmtun alveg.. þoldi ekki nornina, þá meina ég leikkonuna.. maður á ekkert að þola nornina sjálfa! En A History of Violence var verulega góð, svoldið blóðug en maður hefði svosem mátt segja sér það út frá nafninu, Viggó kallinn alveg að standa sig...
Ég endaði svo að horfa í gær á The Legend of Bagger Vance en sú mynd var fyrir skólann.. hafði ekki séð hana áður! Matt Damon, Will Smith og hún Charlize Theron í aðalhlutverkum! Fín mynd, leikararnir fóru lítið sem ekkert í taugarnar á mér þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Sætur boðskapur en frekar róleg í alla staði enda fjallar hún um golf!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home