Aldan

sunnudagur, apríl 23, 2006

Ég á litla frænku

sem heitir Elísabet Anna Gunnarsdóttir.. litla dúllan hennar Söru fékk loksins nafn í dag eftir nokkra mánaða bið! Var voða stillt í skírninni en henni var voða illa við myndatökur eins og fleirum í fjölskyldunni.. fór að væla um leið og hún sá myndavélar. Algjört krútt...

Annars fór dagurinn mikið í að sækja og keyra fólk... endaði á að fá Ellen í mat.. reyndar var það hún sem bauð okkur múttu í mat þar sem Anna var á árshátíð og Sara að vinna... spiluðum og spjölluðum til miðnættis.. voða kósý.

Menngó hittist í gær! Við kíktum á Café París... þetta er orðið mjög huggulegt eftir breytinguna.. miklu meira kósý en áður þó að kósý stemmningin hafi nú minnkað smá með tilkomu DJsins en þetta var gaman. Var reyndar alveg drulluþreytt og fór beint upp í rúm þegar ég kom heim og dreymdi skemmtilegan draum um flugslys og heimsendi og annað skemmtilegt... allt svona stórar Boeing flugvélar sem hröpuðu, snerust í hring í loftinu en sprungu ekki þegar þær lentu réttar á jörðinni... ein þeirra skall einmitt á húsinu sem ég hafði verið í nokkrum mínútum áður, hún tók fyrstu hæðina en önnur hæðin hélst heil?? Ég kenni Netverjanum um, hann setti mynd af stórri Airbus vél á bloggið sitt.. hún hefur eitthvað hrætt mig en hann á víst enga sök á vampírunum/geimverunum sem létu þær hrapa í draumnum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home