Aldan

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fór í gær til hennar Hönnu vinkonu, við vorum að kenna Nínu á bloggið. Hún planar að blogga úti í Mexíkó þar sem hún mun dvelja næsta árið sem sjálfboðarliði! Við vinkonurnar (já Kalli, þú ert þar meðtalinn) erum ekkert smá stoltar af henni, þykir bara verst að hafa ekki náð að hitta hana meira áður en hún fer út! Hanna bakaði vöfflur, svaka myndarleg. Magga og Arna mættu einnig á svæðið. Arna er svona að jafna sig eftir sjúkrahúsdvölina, þú hræddir mig ekkert smá  þarna ;) Ég er viss um að þetta var allt planað, þú vildir bara ekkert vera ein heima þarna um nóttina!! Annars er ég búin að sjá það að það eru ansi myndarlegir karlmenn sífellt á vappi um Landspítalann, ýmist í líki öryggisvarða, skurðlækna eða annarra lækna ;) Annars minnir það mig á lækninn á Akranesi, hefði ekkert á móti að láta leggja mig þar inn ;) fá smá skoðun og svona hehe

2 Comments:

  • HA lækninn á Skaganum, hvaða læknir er það - tell me tell me. Var það nokkuð hann Þórður ?????
    Skagamaðurinn er svo forvitinn - hef eiginlega aldrei séð sæta lækna á Skaganum. ER reyndar aldrei á spítala;)

    By Blogger Ellan, at 5:42 e.h.  

  • Ég reyndar er búin að gleyma nafninu, enda var þetta bara svona "one night stand" ;) hehe en nafnið Þórður, jú það gæti klingt einhverjum bjöllum en er ekki viss samt!! Verð bara að láta leggja mig þar inn til að geta skoðað nafnspjöldin nánar!

    By Blogger Aldan, at 10:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home