Aldan

mánudagur, júlí 19, 2004

Ég gleymdi meira að segja einu, ég þurfti að skreppa heim milli athafnarinnar og veislunnar. Ekki vildi betur til en svo að það brutust út slagsmál fyrir framan blokkina hjá mér! Fólkið sem býr fyrir neðan mig, maðurinn (svartur bandaríkjamaður) og íslensk kona hans voru greinilega í ham. Hann var líklega að flytja út því hann var með föggur sínar úti og konan tók græjurnar hans og þrykti þeim í götuna, svo sló hún hann með lyklum, alveg brjáluð! Ég ætlaði varla að þora niður, beið heillengi eftir að hann færi. Hann var greinilega að bíða eftir bíl en eftir þessa árás frá konunni þá byrjaði hann að flytja föggurnar sínar lengra frá húsinu! Síðar þegar ég kom heim sá ég hann á röltinu þarna hjá húsinu og í morgun var hann að leika við litlu stelpuna sína (Café Latté eins og Anna kýs að kalla hana) sem er algjört krútt, fyrir utan húsið! Ætli hann sé á lausu þá núna ;)

1 Comments:

  • Bara svaka game í gangi þarna hjá þér;) kv.Ásta Björk

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home