Eitthvað fer lítið fyrir þessum fatakaupum sem ég var búin að lofa sjálfri mér! O jæja, það koma mánaðarmót eftir þessi! Ég ætla samt að splæsa á mig klippingu og litun og jafnvel handsnyrtingu, er svona að melta þetta. Ég hef hvort eð er ekkert tíma til að leita að fötum! Næst á dagskrá er Herfuhittingur á morgun, spilakvöld hjá Snúrunum á þriðjudag, gæsapartý hjá Ellen, stanslaus vinna og aftur vinna og síðast en ekki síst 2 brúðkaup!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home