Aldan

sunnudagur, júlí 18, 2004

Úff, hér er ein þreytt!! :(
Ég er búin að vera svo dugleg í síðustu viku, hef varla haft tíma til að anda! Auk þess að vera að vinna var ég að undirbúa gæsapartý fyrir Ellen og svo var náttúrulega brúðkaupið hjá henni Sólveigu!
 
Á föstudaginn var Ellen gæsuð! Það var byrjað á því að senda hana í dekur, andlitsbað og maska og andlits nudd, hún fékk reyndar brjóstanudd líka, veit ekki hvort það var með í tilboðinu eða hvað ;) Eftir dekrið fór hún til Ágústu þar sem hún var sett í bleikan gelgjubol, máluð með bleikum augnskugga, varalit og naglalakki! Ég fékk einn úr sniglunum til að sækja hana síðan á rosa flottu hjóli! Við skreyttum það með bleikum og hvítum blöðrum og settum aftan á hana spjald þar sem á stóð; Ég er gæs! Rúnturinn endaði svo í Ölveri þar sem stelpurnar tóku á móti henni með kampavíni í skreyttum glösum. Svo var hún krýnd með bleikri kórónu og borða eins og fegurðardrottningarnar fá þar sem á stóð Gæs 2004! Inn á Ölver var svo haldið þar sem gæsin var látin syngja sig hása! Barþjónninn var í góðu skapi og byrjaði til að koma þessu öllu af stað, síðan tók hann hin ýmsu lög, Puppy Love t.d. og horfði ástaraugum á gæsina á meðan og kraup við hlið hennar. Alveg frábær náungi ;)! Hinar stúlkurnar tóku einnig lagið og svo var kominn tími á gjafirnar! Hún fékk að sjálfsögðu hjálpartæki, það nýjasta á markaðnum. Sleikiefni með tyggjóbragði og svo g-streng ;) Þá var kominn tími til að Aldan héldi út á flugvöll að ná í aðal surprisið!! Sagði öllum að ég þyrfti því miður að fara í vinnuna en var í raun að skutlast eftir unnustu Ellenar, Söruh, sem var að koma frá London nokkrum dögum á undan áætlun! Þegar við komum í bæinn aftur voru stelpurnar komnar niður á Segafredo, þær höfðu verið að láta Ellen dreifa smokkum og kossum (mónukossum sko) um lækjartorgið og selja kossa (sína kossa) undir því yfirskyni að hún væri að safna fyrir brúðkaupinu sínu! Besta mómentið var þegar Sara labbaði inn á kaffihúsið, þegar Ellen sá hana reif hún af sér kórónuna, öskraði : You've got to be kidding me, og réðst á hana og hélt henni í einhverjar 5 mínútur! Svo grét hún af gleði, held ég hafi aldrei séð jafn hamingjusama manneskju og hana þarna um kvöldið! Það eina sem skyggði á gleðina var að  hún þurfti að mæta til vinnu kl hálf sjö daginn eftir :( úff!
 
Jæja, þá er komið að brúðkaupinu hjá Sólveigu!
 
Kl. 16 í Grensáskirkju á laugardaginn! Ég var allt of sein á ferðinni, hafði farið í bæinn áður, skrapp heim til að skipta um föt en þegar ég var að fara út var akkurat svaka flutningabíll sem blokkeraði innkeyrsluna þannig ég komst ekki út alveg strax! Jæja, fór af stað og var komin rétt fyrir fjögur en fékk svo skyndilega bakþanka um að ég væri í réttri kirkju! Ég hringdi í panik í stelpurnar, allir voru með símann á silent, hringdi þá í ömmu og hún var ekki var ekki alveg sjúr á því! Þá næst hringdi ég í Önnu, hún var ekki heldur nógu ákveðin fyrir minn smekk þannig að þar næst hringdi ég í 118 og viti menn, ég var í réttri kirkju! Ætti nú að muna þetta, söng þarna einhvern tímann með Kvennaskólakórnum ;) Jæja, fékk síðan sæti og svo hófst stysta brúðkaupsathöfn sem ég hef setið undir! Athöfnin var einföld og hlýleg, einsöngvkonan var rosalega góð, maður fékk bara gæsahúð og presturinn kom með nokkra Norðlendingabrandara! Eftir athöfnina var svo haldið í Versali, reyndar stoppuðu nokkrir og keyptu sér ávexti í Nóatúni (bananar, epli og jarðaber) ;) Jæja, salurinn var rosalega notalegur, dimmur og góður (just the way I like it). Skemmtilegt að stólarnir voru rauðir í stíl við rósirnar á borðinu, svo voru rósablöðum dreift um borðið! Humarsúpa í forrétt, naut,lamb og kjúklingur í aðalrétt og svo náttúrulega brúðkaupsterta í eftirrétt (bakað af móður og ömmu brúðgumans). Skemmtiatriðin voru skemmtileg (aldrei þessu vant, oft eru skemmtiatriðin í svona brúðkaupum ekkert allt of skemmtileg), brúðurinni var rænt og brúðguminn þurfti víst að safna lausnargjaldi fyrir hana. Stólaleikur einhverskonar þar sem einstaklingur af hverju borði var látinn sækja hlut þaðan t.d. silfurhring, karlmannsbindi, svartan karlmannsokk, ökuskírteini með meiraprófi og síðast en ekki síst brjóstarhaldara!! Blómvendinum var kastað og engin önnur en Ásta Björk kastaði sér yfir hann og eignaði sér hann, Ívari örugglega til mikillar skelfingar! Stemmningin var alveg frábær og hvítvínið flæddi, borðfélagarnir ekki af verri endanum (allar Herfurnar samankomnar)! Eftir matinn og skemmtiatriðin var diskótek og ekki var haldið heim fyrr en rétt undir 1! Skemmtilegasta brúðkaupið sem ég hef farið hingað til! Öryggið í fjöldanum ;) (allar vinkonurnar á staðnum)! Því miður komst ég ekki á Árshátíðina hjá Snúrunum! Veit ég missti af miklu en ég veit þið fyrirgefið mér eftir að hafa lesið þetta glæsilega blogg hjá mér! ;)

   
 


2 Comments:

  • Þú ert aldeilis bissí missí!

    By Blogger Særún María, at 11:25 e.h.  

  • Frábært að þú áttir góðan dag. Auðvitað er þér fyrirgefið, enda um brúðkaup að ræða;)
    Þú mætir bara á næsta snúrudjamm. Þurfum að fá klósettmynd af þér - gefumst ekki upp fyrr en hún næst

    By Blogger Ellan, at 11:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home