Aldan

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Áður en ég fór á vaktina náði ég nokkrum mínútum af Strong Medicine.. ágætur læknaþáttur þar sem konur eru í aðalhlutverkum! Hafið þið tekið eftir því að það eru til læknaþættir fyrir flesta samfélagshópa... City of Angels fyrir blökkumenn, Strong Medicine fyrir konur, Scrubs fyrir húmorista, Md's fyrir ófríða og fyndna íra (nei ófríða. Og fyndna Íra.. hann John Hannah er fyndinn og fríður), Chicago Hope fyrir smámælta og ER fyrir alla! Jæja.. kannski smá ósanngjörn skipting en strikar undir meiningu mína að það eru OF margir læknaþættir þarna úti! Reyndar gæti ég út frá þessu byrjað að tala um lögguþættina, lögfræðingaþættina og alla hina en ég ætla ekki að gera þetta... heldur ætla ég að halda áfram að tala um Strong Medicine og reyna ekki að fara svona út fyrir efnið!

Allavega.. í þættinum var ung stúlka, múslimi, sem fékk sýkingu eftir að hún hafði verið saumuð saman að neðan (umskorin), fyrst var talið að foreldrar hennar hlytu að vera skrímsli sem hefðu neytt hana til að gangast undir þessa aðgerð en svo kom í ljós að hún hafði einnig viljað þetta. Allar konurnar í hennar fjölskyldu höfðu gengið í gegnum eins aðgerð í margar aldir og hún vildi halda hefðinni! Ert þú tilbúin/n að ganga svona langt fyrir trúnna??? Ég skil ekki svona trúarofstæki, ég meina ég skil að fólk hefur þörf fyrir að trúa á eitthvað en ef að trúin felur í sér slíkar misþyrmingar eins og umskorningu þá þarf að endurskoða hugsanaganginn. Við lifum á tækniöldum, veröldin er sífellt að breytast og flest trúarbrögð laga sig að nýjum lifnaðarháttum, við sjáum munka á flugvöllum, Oprah fjallaði um Amish unglinga sem fá tækifæri að hlaupa af sér hornin með því að drekka og stunda kynlíf.... ég skil ekki kaþólikka sem neita að nota smokka, stunda samt kynlíf með smástrákum og neita jafnframt að samþykkja samband samkynhneigðra. Það sem maður hefur lesið um múslimakonur og þjáningar þeirra eru líka óskiljanlegar, þær eru saumaðar saman svo þær haldist ,,hreinar" þar til eftir giftingu, en í raun er bara verið að reyna að gera karlmönnum erfiðara fyrir að nauðga þeim svo þær verði ekki ,,ónýtar".. þetta er gert til að halda virðingu fjölskyldunnar... hvað með að kenna karlmönnunum að bera virðingu fyrir þeim svo þeir reyni ekki að nauðga þeim! Ég get ekki lastað Búddistum enn.. þekki ekki nógu mikið til þeirrar trúar til þess að treysta mér til þess... ég virðist kannski vera að einfalda hlutina en í raun og veru er ég það ekki! Trú á ekki að vera bundin skilmálum, ef þú gerir ekki hlutina svona eða hinsegin þá áttu ekki að eiga í hættu að vera afneitað af samfélaginu (eða trúarfélaginu) í kringum þig! Við gefumst ekki upp á morðingjum og nauðgurum, við sendum þá bara í endurhæfingu og svo aftur út í samfélagið í þeirri von að þeir hafi eitthvað lært af þessu! Ég er ekki tilbúin að deyja fyrir trúnna eins og þessir vitleysingar í Usa sem láta einhverja kalla (nú eða konur) plata af sér alla peningana og segja þeim að geimskip sé á leiðinni að flytja þá á ,,betri" stað! Reyndar er ég fegin bara að þeir svifti sig lífi.. eiga ekki að lifa ef þeir eru svona heimskir! Jæja.. nú er ég útskúfuð af geimverunum líka! Eins gott að ég trúi ekki á þær :P

Þetta var algjört bull en eyddi tímanum... markmiðinu náð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home