Aldan

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Fór í keilu í gær með Örnu og Álfrúnu, svona til að fagna komu Álfrúnar heim á klakann! Ég held ég sé versti keiluspilari í sögu þjóðarinnar.. hehe braut nögl, náði ekki nema rétt 50 stigum (ehemm já 54 heil) og gerði mig að athlægi fyrir framan fullt af gelgjum! Mjög skemmtilegt kvöld sem sagt :) Ég held ég muni ekki spila hana aftur í bráð.. það er ekki út af þessum atriðum sem ég taldi upp áðan heldur því að skórnir passa bara alls ekki á mig!! Ég er flatfótur, og passa ekki í venjulega skó, veit ekki hvernig ég náði að spila í skónum... það er ekki það að skórnir voru ekki nógu langir ... þeir voru bara ekki nógu breiðir... Miss Bigfoot! Er nú soldið fyrir loðna menn.. þetta er allt í lagi! Svo kasta ég líka keilunni svo asnalega.. sný upp á hendina um leið og ég kasta kúlunni án þess að gera mér grein fyrir því og nú er ég líka að drepast í handleggnum! Stelpurnar voru báðar með um 80 stig.. mér leið vel með mín 50 þar ég sá fyrrverandi bekkjarbróður minn ekki all langt frá og hugsa ég að nú verði ég aðalumræðuefnið á næsta Reunion hjá skólanum.... heyri það nú þegar... veistu hvað Alda er lélegur keiluspilari.. sástu skóna.. þeir litu út eins og Dúmbó hefði verið að troða sér í balletskó eða eitthvað! Nei ok.. hér er ég komin aðeins í smá röfl.. .anyways.. mjög fínt kvöld.. eftir keiluna fórum við á Svarta Kaffi og ganga ekki bara 2 aðrir bekkjarbræður okkar þar inn.... ég má þó eiga það að ég veifaði til þeirra... veifaði... nei ekki rétta orðið... þetta var frekar svona tú kúl tú bí veif veif... humm.. fékk eins bendingu til baka sem ég var mjög sátt með enda frekar fríðir piltar þarna á ferð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home