Aldan

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Bíllinn minn er að gefa upp öndina.... því miður... góðu fréttirnar eru þær að það merkir að ég er að leita mér að öðrum bíl! Veit samt ekki hvort það verði eitthvað úr því.... krossleggjum okkur bara (já ekki bara fingurnar!!) Þar sem ég er í svo ,,ágætu" skapi langar mig til að tjá mig smá!!

ÉG HATA...

Drukkið fólk,

Sól þegar ég hef ekki sofið í mánuð!

Þegar bíllinn klikkar þegar maður þarf mest á honum að halda!

Þegar geisladrifið á tölvunni klikkar þegar þú ert með geðveikar myndir í láni sem þú getur BARA horft á í tölvunni!

Geisladrifið í tölvunni minni!

Blöðrur á fótunum,

Sandala án hælbands!

Þegar þú ert að missa af strætó og getur ekki hlaupið því annars myndu skórnir fljúga af þér og þú getur ekki farið úr þeim því það er grenjandi rigning!

Þegar námsskeiðin þín detta ÓVART úr tölvunni þinni og það lítur út eins og þú sért bara ekkert skráð inn á næsta ár í Háskólanum og birtast síðan ÓVÆNT næsta dag eftir heilan dag af móðursýki, neglurnar nagaðar niður í kjúku og þú ert alvarlega að íhuga að láta leggja þig inn á Klepp!

Þú ákveður í staðinn að leggja systur þína inn á Klepp en akkurat sama dag ákveður hún af gamni sínu að leika ,,geðheila" manneskju.. bara svona í gamni!! (Bara athuga hvort þú sért að lesa Anna mín!!!) :)

Þegar poppmaís festist í tönnunum og ekkert er handhægt til að ná honum upp úr!

Þegar að daginn eftir nærðu maísnum úr með tannþráð en er orðin svo aum í gómnum eftir neglurnar sem þú reyndir að nota í það að ná korninu upp úr holdinu!

Þegar gömlu góðu myndirnar sem maður hélt að væru alveg frábærar (í minningunni) eru í raun og veru bara hálfömurlegar, t.d. Wayne's World og Overboard!

Volgt vatn!

Þegar óþekktur hlutur flýtur um í vatninu þínu!

Fólk sem er að éta þegar það talar í símann!

Fólk sem að smjatta þegar maður er pirraður..... lætur skrjáfa í pokum eða talar bara of mikið!

Fólk sem talar mikið á morgnana... finnst það ætti að vera þögn þar til eftir hádegi.. þegar ég vakna vil ég helst hafa þögn í svona 1-2 klst!

Þegar annað fólk er pirrað á sama tíma og ég.... þegar ég er pirruð á ég EIN að vera pirruð!

Drukkið fólk!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home