Aldan

föstudagur, desember 13, 2002

Var að klára eina barnabók í dag! B10... þessi bók endurlífgaði trú mína á íslenskum barnabókmenntum.. bókin var í alvörunni fyndin þótt hún væri dáldið ehemm hvernig get ég orðað þetta... dum.... rugluð! Bráðskemmtileg alveg og ég kláraði hana á mettíma eins og allar barnabækurnar.. ég hef ekki hugmynd um afhverju ég tók hana en það gerði ég.. og sé barasta ekkert eftir því! Hún fjallar um unga stúlku sem afræður að reyna að lifa eftir boðorðunum tíu í þeim tilgangi að vinna ferð til Parísar en það gengur brösulega! Á sama tíma er hún að reyna að reyna að finna einhvern til að búa til fyrir sig mannhæðarháa styttu af einstaklega ljótum golfkylfingi sem hún var svo óheppin að brjóta. Vinahópurinn tekur sig til og fær starf í búð til að reyna að fjármagna þetta, brýst inn í skóla og ýmislegt fleira. Faðir hennar stendur á haus að reyna að skipuleggja fermingu hennar sem er á næsta leyti, þar sem hann er mjög praktískur maður kaupir hann servíettur í tugatali, skotapils er í miklu uppáhaldi hjá honum. Systir hennar er proffi aldarinnar, sakar saklausa flutningamenn með rauð nef um að vera með holdsveiki og gefur fría sjúkdómsgreiningu í strætó og þar fram eftir götum! Þó maður sé orðin svona gamall þá er húmorinn enn í lagi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home