Trúið þið þessu! ÉG er búin að öllu fyrir jólin :) :) :) Allar jólagjafirnar, jólakortin, jólaprófin bara búið... nú mega jólin koma...Þetta hefur aldrei gerst fyrr!! Yfirleitt hef ég keypt síðustu jólagjafirnar eftir jól!! Arna var að gera alveg stórmerkilega uppgötvun núna um daginn... þið kannist við lagið Jólasveinar Ganga Um Gólf... já.. sko ég hef síðastliðin 20 ár (síðan ég byrjaði að tala) alltaf sungið textann svona: Upp á stól stendur mín kanna! Aldrei nokkru sinni hefur mér dottið í hug að það væri neitt bogið við þetta en ung stúlka tjáði henni að þetta væri svona: upp á stól stend ég og kanna!! Svona sé það sungið á leikskólanum! En svo var ég að ræða þetta við Öllu á næturvaktinni og hún segir að þetta sé hinsegin.. hvað haldið þið???
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home