Aldan

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Life or something like it!

Ágætis mynd alveg.... brosið er enn á mér ;) Hefur fallið í skuggann milli Tomb Raider myndanna hjá Angelinu Jolie ! Edward Burns og Tony Shalhoub úr Monk fara líka með stór hlutverk... prýðisleikarar! Auðvitað algjör klisjumynd en stundum þarf maður bara á svoleiðis að halda ;)

Million Dollar Baby var ekki síðri!! Miklu betri og allt öðruvísi en ég bjóst við... mig langaði ekkert svo mikið til að sjá hana... en skólinn krafðist þess þannig ég gerði það og sé ekki eftir því!! Jamm... góð mynd... góður grátur! Þær virðast samt vera allar frekar þunglyndislegar og sorglegar myndirnar sem við erum látin horfa á! Friday Night Lights var álíka þunglynd.. hvar er vonin og bjartsýnin sem á að fylgja þessum íþróttum... þú slasast og þá er allt búið!! :( Eins gott að ég horfði á Milljón Dollara Elskuna á undan og Lífið með Angelinu á eftir.. þoli ekki þegar myndir skilja mann eftir með tárin í augunum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home