Drullulélegur bloggari
Þetta fékk ég að heyra hjá vini... en, það eru orð að sönnu! Reyndar hélt ég að hann væri hér að setja út á innihaldið, en hann vildi nú meina að það væri í sambandi við fjölda færslna en við vitum nú öll betur ;)! Aníhóf hvernig á maður að bæta úr þessu! Ég hef oft hótað að hætta en svo alltaf hætt við að hætta þrátt fyrir að mér finnist ég óskaplega leiðinleg á stundum. Maður þorir varla að setja fram skoðanir á hinum ýmsum hlutum af ótta við ofsóknir eða önnur leiðindi sem vilja fylgja slíkum færslum, ekki halda það að ég hafi engar skoðanir, þær hef ég en það fer bara svo asskoti lítið fyrir þeim að stundum virðist eins og þær séu bara ekkert þarna. Maður gæti náttúrulega farið að tala undir rós eins og "sumir" gera ;) hehe ég gæti tekið upp á því að finna mér dulnefni og tjáð skoðanir mínar með þeim hætti en Ísland er svo helv#$$% lítið að það myndi barasta ekki ganga upp að mínu mati! Hvað er þá til ráða! Jú, ég verð bara að halda áfram mínu "leiðinlega" bloggi, blogga einstaka sinnum um nákvæmlega ekki neitt og reyni að finna lífshamingju inn á milli blogga svo ég hafi nú eitthvað leiðinlegt að skrifa um! Markmið mitt verður bara að hugsa um sjálfa mig en ekki ykkur, virðulegir (eða óvirðulegir) lesendur mínir og hér með þessum orðum lýk ég máli mínu í bili. Nennti virkilega einhver að lesa þessa þvælu mína? Ef svo er endilega kommentið ;) svo ég viti nú hverjir hafa fyrir því að lesa svona bull og vitleysu!
2 Comments:
Ekki vera svona "vond" við sjálfa þig, blogg færslurnar þínar eru mjög fínar. Bara að blogga meira !!
By Nafnlaus, at 3:46 f.h.
ég tek undir með þessum "ákveðna" vini, þú ert fínn penni en lélegur bloggari, ólíkt "ákveðinni" manneskju sem er dugleg við að blogga en færslurnar eru frekar innihaldslitlar.
kv. "Ákveðin" manneskja sem skv. "ákveðnu" fólki talar oft undir rós :)
By Nafnlaus, at 5:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home