Aldan

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Ég ætlaði nú að vera löngu búin að blogga, það er nú svo!
Brúðkaup númer tvö heppnaðist nú bara alveg ágætlega! Byrjað var um hálf fjögur hjá Sýslumanninum í Reykjavík, þar var látlaus athöfn við kertaljós og rómantík. Tók um 10 mínútur, með undirskrift og myndatökum. Önnur brúðurin var klætt í háhæla Sadómasó leðurskó sem náðu upp á hné, skotapilsi/kaþólskt skólastelpu pils, reimaða svarta skyrtu með 2 snúða í hárinu og máluð í goth stíl með svartan varalit (allavega mjög dökkan). Hin var klædd í svart pils og rauða skyrtu. Getiði nú hvor var hvað, jú alveg rétt Sarah sú fyrri og Ellen seinni :) Faðir Ellenar minntist á að þetta væri nú í fyrsta sinn í mörg ár sem að hann sæi hana í pilsi hehe. Jæja... undirrituð hafði síðan komið með nokkra poka af hrísgrjónum sem dreift var yfir þær þegar þær stigu út í rigninguna eftir að athöfninni var lokið! Guðirnir bókstaflega grétu af hamingu (segjum það bara ;) ). Já, Oliver og Nanna buðu gestum síðan á Kaffi Róma þar sem skálað var fyrir brúðhjónunum (auðveldara í notkun en parinu sem hafði nýlokið við að staðfesta samvist sína ;) hehe). Opið kaffihús ef svo mætti að orði komast (ekki bar). Um sjö leytið var síðan aftur mæting en þá á Hereford steikhús, þar var setustofan yfirtekin og einhverjar gjafir opnaðar. Matseðillinn samanstóð af Humarsúpu, Nautalundum og svo Brúðartertu. Ég mæli nú ekki með humarsúpunni þarna, átti í miklum erfiðleikum með að koma henni niður, fékk fína humarsúpu í Brúðkaupi númer 1 en þessi var hreint út sagt vond (pabbi hefur víst sömu sögu að segja). En jæja, nautalundirnar bættu nú heldur betur úr þessu, algjört lostæti (hefði mátt vera minna af blóði en sem betur fer var Hanna var búin að var mig við því og ég pantaði vel steikta eftir því. Nanna hafði búið svo um að brúðartertan var skreytt tveimur Mínum í brúðarkjólum, ekkert smá sætt. Þrátt fyrir nokkra tungumálaörðuleika þá fór þetta allt vel! Stelpurnar ánægðar með daginn og ekki voru ófá tár felld!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home