Aldan

föstudagur, ágúst 01, 2003

Ég á afmæli í dag.. ég á afmæli í dag!! Jey... reyndar er þetta ekki jey heldur bara nei! Hálfsorglegt að glata öðru ári í endanleikann! Þetta er búinn að vera fínn dagur... alla vega þegar hér er komið við sögu... var vakin með sms sendingum fyrir níu og svo aftur með símtali fyrir tíu!! Reyndi að sofna aftur en tókst ekki vegna fyrirferðarmikilla fjölskyldumeðlima! Það er búið að svoleiðis drita á mig smsunum og heillaóskunum að ég hef bara sjaldan vitað annað eins.... fékk reyndar ekki morgunverð í rúmið eins og ég bað um og svo var ég skilin hér eftir alein á afmælisdaginn meðan mæðgurnar skruppu í bæjarferð! Þær gerðu þetta líka í fyrra.. skildu mig ALEINA eftir allan daginn :( Held þetta sé gert viljandi.. láta mig þjást svona.. svo fæ ég ekki einu sinni að vita hvað þær ætla að gefa mér! Ósvífnin sú! Þannig núna er ég að eyða sorgum mínum í fjárhættuspili á netinu... hef aðeins tapað 50 þúsundum sem er náttla barasta ekki neitt! Stefni á að eyða öðrum 20 þús áður en þær mæta á svæðið aftur! Didda frænka var svo sæt að baka handa mér tertu... eftir klippinguna þá kom ég við hjá ömmu og afa og þar beið bara heila familían eftir mér og söng... ekki beint fegursti söngur í heimi en yljaði þó hjartaræturnar... sem er eins gott því hársræturnar mínar eru ekki upp á mikla fiska...
Fékk þó eina afmælisgjöf.. líklega er ekki hætt að toppa hana! Ben Affleck hélt framhjá J-Ljót og nú hætta þau líklega saman og þá verður hann minn á ný! Get ekki beðið um meira en það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home