Fór til tannlæknis í morgun.... búin að bíða í yfir mánuð eftir því að komast til hennar... fæ alltaf tannkul í eina tönnina og hlakkaði ekkert smá til að losna við þessi óþægindi. Ég mæti á svæðið og hún segir mér að fara inn og setjast niður bara.. ég hugsa með mér: er þetta einhvers konar prófraun... sálfræðipróf sem úrskurðar það hvort ég sé hæf til að láta laga í mér tennurnar!! Alla vega ég fer inn... lít vel í kringum mig svo ég sé nú alveg pottþétt inn í réttri stofu.. vel góðan stað fyrir töskuna mína og sest niður... ég er látin bíða alveg heillengi þar til hún kemur inn og byrjar á því að færa töskuna mína... greinilega fallin á því prófi... svo tekur hún myndir af tönnunum og skoðar mig síðan... segir að ég þurfi kannski fyllingu í eina tönn þar sem glerungurinn er orðinn frekar þunnur.. fyrr en varði er hún byrjuð að skrapa og plokka í tannsteininn minn, var ekkert að fíla þetta þar til ég finn þennan gnístandi sársauka og smá blóðbragð í munninn... fór aðeins of langt ofan í holdið.. brosir og segir: heyrðu ég ætla bara að nota hljóðbylgjurnar á þetta!!! (Afhverju gerðiru það ekki strax!!!) Greinilega eitthvað móðgað hana með því að setja töskuna á vitlausan stað! Svo er ég beðin um að skola og ég geri það.. leggst aftur ofan í stólinn, byrjuð að hlakka til að fá að horfa á friends í gegnum gleraugun flottu og bíð átekta! Nei nei segir hún ekki jæja komdu nú fram... ég horfði á hana stórum augum og velti því fyrir mér hvað hún ætti við með þessu.. ekki ætlar hún að gera við tönnina í annarri stofu.. neinei... hún leiðir mig að afgreiðsluborðinu og segir mér að þetta séu 7 þúsund krónur, komdu aftur eftir mánuð, takk fyrir og bless.... ég var svo lens að ég stamaði.. en er ekkert sem ég get gert við kulinu??? Hún rýkur til og opnar skáp, þrykkir að mér flúorskoli og rukkar mig fyrir það líka! :( Ég bara trúi þessu ekki enn!! þarf að bíða í mánuð eftir fyllingunni og líklegast rukkar hún mig aftur þá! Tannlæknar eru útsendarar djöfulsins!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home