Aldan

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Skellti mér loksins á kvikmyndahátíðina í Regnboganum, ég og Álfrún fórum á myndina The Good Girl þar sem Jennifer Aniston og Jake Gyllenhal leika í aðalatriðum. Myndin var frekar hæg og hefði notið sín betur í sjónvarpinu frekar en í bíósal þar sem borgað eru 800KR fyrir miðann, hún var samt áhugaverð, gaman að sjá þessa leikara reyna sig í öðruvísi hlutverkum. Leið menningarlega þegar ég gekk svo út í yndislegt veður, reyndi að sannfæra mig um að þetta hefði nú verið þess virði. Vona að líf mitt verði aldrei svona rosalega leiðinlegt eins og hennar.....

Hata það þegar maður vaknar upp frá svaka draumi með þessa tilfinningu um að maður þurfi að muna eitthvað úr draumnum sem gæti reynst afdrifaríkt seinna. Kannski eitthvað sem gæti afstýrt stríði eða heimsendi, en mun ekki gera þar sem maður man drauminn ekki, jú man smá... eitthvað með tröll og herbergi fyllt af snjó, skrifstofa/herbergi sem notað er til að horfa á videó!! Ohhh ekkert rifjast upp!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home