Aldan

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Tók aukavakt fyrir Auði.... hún fær alveg fullt fyrir þessa vakt enda hátíðardagur á morgun.... ég fæ föstudaginn í fríi í staðinn sem kemur sér þokkalega vel fyrir lærdóminn minn! Annars er ég að fíla sumarið enn sem komið er... komin með sólgleraugu og allt... reyndar eru þau gömul en hey, ég þarf allavega ekki að fá pöddugleraugun hennar múttu lánuð! Hún á þessi risastóru appelsínu/brún hryllingsmyndasólgleraugu, og er þvílíkt stolt af þeim... það er engin leið að ná þeim af henni. Þegar hún setur þau upp fer svona kuldahrollur um mig eins og þarna sé á ferð nýjasta tíska neðan úr undirheimum. Ef amma skrattans notaði sólgleraugu... þá myndi hún nota þessi!

Fermingin gekk alveg prýðisvel... strákurinn fékk 3 gjafir og svo bara pening!! Algjör klikkun... hann fékk um 116 þús held ég... jú og græjur frá foreldrunum. Það kann enginn að velja gjafir handa strákum í dag, ekki getur maður gefið þeim lengur vasahníf og riffill.. eins og í gamla daga ;) Myndi ekki þora að gefa manni vasahníf fyrr en um fertugt! Ég var reyndar sofnuð um 17 leytið... var alveg ósofin, fannst það ekki samt ókurteisi því það voru eiginlega allir farnir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home