Aldan

sunnudagur, apríl 13, 2003

Lífið er stundum virkilega fúlt, t.d. núna sit ég í vinnunni þegar ég hefði átt að vera í fríi. Óheppnin sem eltir mig alltaf á röndum, það gat enginn unnið fyrir mig :( Fermingin hans Unnars er á morgun, það er allt búið að vera á haus undanfarna viku, verið að taka íbúðina í gegn, meiri hreingerning en fyrir jólin, örugglega um 25 borð komin inn í stofu og allt í hvítu og grænu. Afa fannst síðan í morgun veggurinn úti vera eitthvað svo óhreinn, byrjaði að þvo hann... hætti svo við og málaði hann bara! Ekki að spyrja að því, baðherbergið var líka málað í síðustu viku, nýtt borð keypt, sturtuhengi og mottur inn á bað (greinilegt að þau halda að gestirnir eiga eftir að eyða mestum tímanum þar inni á morgun ;/ ). Mín reyndi að þykjast vera dugleg líka og tók alla geisladiskana mína, raðaði þeim í rúmið og þurrkaði af og setti í stafrófsröð. Var komin hátt upp í annað hundrað þegar ég hætti að telja... ryksugaði, þurrkaði af og var ekkert smá ánægð með lúkkið í lokin. Svo í morgun var allt draslið komið á sinn stað og ég þurfti að taka til aftur! Býst við að þurfa gera þetta aftur á morgun..

Fór til þeirra K og Ö í gær, menngó var boðið í mat og fínheit. Fengum það sem kanarnir vilja kalla Spare Ribs, rosa gott, hef ekki smakkað það áður. Síðan spiluðum við smá, það var komin smá hiti í leikinn í lokin, tókum Trivial (strákar á móti stelpum). Við stelpurnar rústuðum þeim náttúrulega, Ögmund og Hönnu lenti saman og endaði með að Ö. fór inn í eldhús og vaskaði upp! Þau urðu nú sátt í lokin og kvöddu í friði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home