Já... á meðan ég hef svona lítið að gera ætla ég að segja ykkur frá deginum!! Eftir 6 klst vinnudag fór ég heim til múttu að skila af mér toiletpappír frá honum Unnari sem er að safna fyrir skólaferðalagi til Skotlands!!! Ef hann þorir að fara greyið.. hann er soldið flughræddur!! Þaðan fór ég svo að sækja hann Kalla minn.. reyndar var ég allt of sein.. en það reddaðist.. við skutluðumst niður í kringlu þar sem hann fór með buxur í styttingu!! Svo drifum við okkur heim til hans inn í Hafnó þar sem fór fram smá tímaeyðsla sem varð dáldið blaut!! Okkur leiddist, því að Ögmundi seinkaði í vinnunni.. en hann var að hlúa að tölvunni minni.. þannig við fórum og tókum videó... Say no more eða Say nothing more eða eitthvað Say.. með Heather Graham og Casanova úr American Pie!! Rosa var þetta léleg mynd!! Hún var svo léleg að hún varð næstum góð! Annars vorum við að horfa á Deep Blue Sea þegar faðir Ögmunds kom í heimsókn og er ég nú að drepa tímann þar til ég þori inn í stofu! Annars er Tölvan mín komin aftur til heilsu! Thank God for that.. Bíllinn er klikk.. tölvan er klikk.. nú bíð ég bara eftir lottóvinningnum...
By the way... slæmt fyrir hann Árna karlinn.. átti hann þetta skilið??
By the way... slæmt fyrir hann Árna karlinn.. átti hann þetta skilið??
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home