ÉG veit að þið viljið núna fá nána útlistum á ferðum mínum síðustu daga! Byrjum á fimmtudeginum. Eftir vinnu þurfti ég að drösla mér upp í grafarvog.... svo fór ég niður í bæ aftur, heim til múttu og svo þaðan sótti ég Kalla í vinnuna... reyndar var ég 3 mínútum of sein og fékk upphringingu frá áhyggjufullum túrista af óræðum uppruna!! Annars var hann Karl minn í bara ansi góðu skapi.. hvort það var návist mín eða góða veðrið veit ég ekki.... en fyrir þá sem vita það ekki þá er hann ansi sérstæður persónuleiki.. afar dyntóttur! En til að halda áfram sögunni.. þá fórum við niður í bæ.... röltuðum upp og niður allar smágötur í nágrenni Laugavegsins í þeim tilgangi að finna nornabúð sem hann sagðist hafa séð fyrir nokkru síðan!!! Þar sem Kalli er dáldið áttavilltur með meiru þá náttla fannst búðin ekki!
Púslukeppni.. tala við ykkur seinna!!
Púslukeppni.. tala við ykkur seinna!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home