Aldan

föstudagur, júní 28, 2002

Mér finnst þetta bara alls ekkert fyndið!! Hér hef ég tjáð öllum hvenær ég á frí..... og að það er aldrei sól í mínum fríum.... ég á frí í dag!!! OG ÞAÐ ER ENGIN SÓL Í DAG!! Annað hvort er einhver með fjarstýringu þarna uppi sem er svona illa við mig eða þá að ég er bara svona gífurlega óheppin manneskja! Alla vega... ég var að vakna .. jei... Hún Hanna nutcracker vakti mig með látum og bað um smá tölvuhjálp... eins og hefur komið fram þá er ég alveg gífurlegur tölvusnillingur.. Já!! HERFURNAR eru komnar með blogg!! Þarna getið þið fengið að fylgjast með ferðum þeirra vítt og breitt um borgina... nokkrar slúðursögur af djamminu hjá henni þarna Nutcrackernum eða Ballsqueezernum eins og hún kýs að kalla sig í dag!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home