Aldan

sunnudagur, júní 30, 2002

YESSSSSSSSS... ég vann í púslukeppninni... alla vega sko enn.. því að það fer eftir tímanum... ég var 250 mín og 33 sekúndur með 247 stk af gæsum!! Ykkur kann að þykja það mikið en ég get svo sagt ykkur að það er bara normalt!! Ég sigraði Ellu Völu.... enn er óljóst með Sofíu og Gerði....
En svo að ég haldi áfram með söguna... þá ákváðum við að gefast upp á leitinni og löbbuðum niður Laugaveginn og fundum frábæra afmælisgjöf handa Nínu. Kalli guggnaði reyndar á því sem ég manaði hann til þess að gera .. segjum bara að þetta hafi verið í Dhörmu og Greg stíl!
Eftir bæjarferðina brunuðum við inn í Hafnó þar sem planið var að leggjast í smá sólbað en þar sem það var barasta engin sól á svölunum hjá Kalla ákváðum við bara að fá okkur vatn í staðinn og kíkja á netið.

Föstudagurinn var Hektískur!!!
Ég vaknaði um tvöleytið.... fór síðan upp í grafó til að búa til Stjörnukort handa henni Nínu okkar í tilefni afmælis hennar.... Eftir u.þ.b. 7-8 vélritaðar síður sem ég þurfti síðan að sparsla saman... tók tölvuna úr sambandi... henti tölvunni til Önnu og dreif mig að sækja hana Hönnu mína.... Síðan bara aldrei þessu vant á slaginu 7... mættum við á svæðið (heim til Nínu). Nína bauð upp á geggjaðan mat.... humar a la Jamie Oliver... pasta bolognes og svo ís og einhvers konar búðingur í eftirrétt!!! Allt var stórglæsilegt... meira að segja blóm handa matargestunum! Reyndar var búðingurinn eitthvað skrýtinn! Átti að vera marens en endaði sem eitthvað allt annað! Berin í honum voru samt góð..... Þetta minnti mig dáldið á bláu súpuna sem hún Bridget Jones bauð sínum gestum upp.. fyrir utan að þetta var gult!!! En Nína.. allt hitt var ÆÐI! :)
Ég steingleymdi að koma með dinnertónlist en hann Kalli stóð sko fyrir sínu og kom með sérhannaðan disk....... ég bauðst samt að sækja Robbie út í bíl... en því var hafnað í sífellu.. skil ekki afhverju! Svo var bara kvöldið tjattað í burtu...... sterkar skoðanir komu í ljós....og greinilegt var að fólk gat ekki skilið vinnuna eftir heima... því mest var um vinnusögur!! Enda erum við flest í einhvers konar símastörfum og lendum því í stórskemmtilegu og stórfurðulegu fólki í vinnunni!! Um hálf eitt leytið drifum við síðan okkur heim.... ég keyrði hana Hönnu mína á fund við ástmann sinn og hélt svo sjálf heim á leið! Kom við í videóleigu og tók mynd... fór heim og komst að því að ég var búin að sjá hana.. þurfti að fara aftur út og lenti þá í stórfurðulegri reynslu... .fyrir utan sjoppuna voru einstaklingar sem voru ansi vel í því.. annað hvort það eða þeir voru á lyfjum!! Alla vega með svona 2 mínútna millibili hljóp einn þeirra af stað út á miðja götu og fór að trampa niður einhver ósýnileg dýr! Ég varð ekkert smá fegin að komast heim og losna frá þessum rugludöllum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home