Aldan

þriðjudagur, júní 11, 2002

Ég er alveg óheyrilega óvinsæl... ég veit ekki hvað ég gerði en allt í einu varð MSN messengerinn minn RAUÐUR.... það fóru allir af netinu í einu! Mér líður eins og Palla sem var einn í heiminum, ok svona næstum því... Sigrún, Anna, Arna, Kalli.... þau yfirgáfu mig öll!!!! Kannski er það eitthvað tengt því að klukkan er orðin meir en fimm og þau unnu á eðlilegum vinnutíma.... ég er samt meira á því að þetta sé samsæri gegn mér... Þjóðverjarnir (sjá fyrri blogg) eru örugglega búnir að leggja líkama þeirra á sig og eftir 6 geta þau bara talað Þýsku!! Þetta er allt Önnu systir að kenna fyrir margra ára ofnotkun á hryllingsmyndum til að fokka heilann á mér upp.. Talandi um það... er það heilbrigt, fyrsta myndin sem ég sá var GREMLINS, þegar ég var 6 ára.... Eftir það var gremlins bangsinn minn læstur niðri í geymslu! Alla vega svona af og til, því hún Anna systir átti það til að taka hann upp og hræða mig smá.... hann var alltaf vel snyrtur hjá henni, með rautt naglalakk!! Ég held meira að segja að hann sé enn til... einhvers staðar er hann í samfloti með Bangsa bestaskinni sem var settur niður eftir að CHUCKY kom til sögunnar!! Þeir eru örugglega að plotta comeback... það var ástæða fyrir því afhverju ég keypti rúm úr svampi... það kemst ekkert undir það sko!!! Atriðið í Freddy Krueger þar sem Johnny Depp var myrtur er líka enn í fersku minni... get it ... FERsKU!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home