Aldan

þriðjudagur, desember 19, 2006

Jóla jóla :)

"trademark/copyright NETVERJINN"

átti ég ekki að gera eitthvað svona ;)


Ég er ÞREYTT! Ég er með meiri harðsperrur eftir blessuð jólainnkaupin heldur en nokkurn tímann ræktina (sem gæti reyndar verið vísir á það að ég er að gera eitthvað rangt í ræktinni en við tökum á þeim staðreyndum seinna)! Ég er "næstum" því búin að klára allt fyrir jólin, ég á bara eftir að versla örfáar gjafir, taka til, baka meira, keyra út pakkana, setja jólakortin í póst, finna jólatréð og skreyta það (*hóst* ANNA), finna skreytinguna á svalirnar og svona snatt :) hehe eins og þið sjáið, ALVEG að verða búin. Annars er Anna mín komin heim í smá heimsókn, ég hélt hún myndi sligast undan þunganum af hringnum, en hún hafði það af að komast í gegnum fríhöfnina með tollinn minn! Hún og Robin trúlofuðu sig í síðustu viku, hann fór á skeljarnar eins og sannur herramaður og auðvitað sagði hún já. Til hamingju með það Anna mín! Eitt er málið, nú sendir hann mér líka sms í tíma og ótíma, hefur miklar áhyggjur af því að hún verði étin af ísbjörnum eða að hann deyji úr vanrækslu á meðan þessu stutta Íslandsstoppi hennar stendur (stebbi treður strý, stoppi stendur.. æ þið vitið), unnustur eru víst meira virði en kærustur... hverjum hafði dottið það í hug!?

Kátína mín er enn til staðar, ég er ekki enn farin að lenda. Ég er farin að venjast þessu, þetta hlýtur að vera dulbúin jólakátína,hún náði hámarki nokkrum klst eftir að Anna lenti :) ég held hún hafi náð hámarki, ég vona það... :oS
Ég er annars orðin pínku þreytt, of mikið að gerast á of stuttum tíma. Afmæli, bakstur fyrir jól og afmæli, Anna, jólapakkar, vinna, enginn svefn :Os Það verður fínt að fara í smá frí og halda upp á jól nr. eitt á fimmtudag, það verður víst haldið upp á aðfangadag tvisvar í vikunni (fyrir Önnu), það verður öðruvísi.
Ég nenni þessu annars ekki lengur :)

Jóla jóla

("trademark/copyright NETVERJINN" )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home