Aldan

laugardagur, desember 23, 2006

Komin í jólafrí

eftir u.þ.b. 40 mínútur. Er í fríi fram á miðvikudag í næstu viku, ég man bara ekki hvað það er langt síðan ég hef átt svona gott frí yfir jólin. Eins og áður hefur komið fram þá er Anna farin af landi brott, Auður er hins vega lent og búið er að plana bæjarferð sem og sumarbústaðarferð áður en hún yfirgefur landið á ný. Jólaskapið kemur og fer með þessu blíðskaparveðri, hvar er snjórinn minn? Það er allt eitthvað svo öfugsnúið.. ekki nógu sátt við þetta. Annars á ég enn eftir að gera helling áður en jól nr. 2 renna í garð, öll tiltekt eftir sem og smá pakkaútréttingar. Jól nr 1. voru indæl, við fórum í bíó, kíktum í smá fjölskylduheimsókn og svo var farið heim og eldaður hamborgarhryggur með öllu og nokkrir pakkar opnaðir (bara okkar á milli). Ég get ekki sagt að ég sé með mikið samviskubit að taka svona forskot á sæluna, Anna varð að fá að njóta jólanna með okkur :) og það hófst, en það það voru þreyttir ferðalangar sem keyrðu til Keflavíkur morguninn eftir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home