Aldan

laugardagur, maí 07, 2005

Það er svo skemmtilegt að búa í miðbænum! Í gærkvöldi heyrum við þetta þvílíka hljóð.. það var einhver að kúgast fyrir utan einn gluggann.. hann að kúgast og æla í svona 10 mínútur og fer síðan sína leið... nokkrum mínútum seinna opnar Anna útidyrahurðina og þvílíka lyktin sem berst inn! Maðurinn hefur greinilega verið að gæða sér á dýrindis hákarli og brennivíni! Ojjj bara...
Köngulærnar halda enn áfram að gera Önnu klikk! Bíllinn var rispaður, sem og fjöldi annarra eitt kvöldið... maður fer að íhuga flutning ;)
Það er bara eitt próf eftir... ein ritgerð sem er alveg að klárast... svo má sumarið koma... það verður nóg að gera í næsta mánuði... árshátíð Snúranna sem og ferðin með Herfunum.. CAN'T WAIT!!

1 Comments:

  • Árshátíð Snúranna. Get ekki beðið !!!
    -Heba

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home