Aldan

laugardagur, apríl 09, 2005

Fórum í sumarbústað síðustu helgi... það var hreint út sagt æðislegt. Fljótlega eftir að við vorum búnar að grilla þá byrjaði að snjóa!! Það kom bara bylur og það var allt orðið hvítt um nóttina... nákvæmlega eins og ég vildi!! Láum í heita pottinum þar til við vorum orðnar eins og ofvaxnar rúsínur... svo var spilað... æji.. ég elska þetta ;) Jæja.... nóg um þetta.. besta ferðin hingað til.. get varla beðið þar til næst! Þetta var lognið undan storminum...

Djísus hvað þetta var erfið vika..!!
Á þriðjudaginn komu Úlla og Inga í heimsókn... það var rosalega gaman.. fengum frábæran mat og frábæran félagsskap..
Á miðvikudag komu síðan Arna og Ásta... þær ætluðu að láta mig spá fyrir sér.. það gekk nú eitthvað brösulega... kannski vorum við of þreyttar.. prufa aftur seinna.. athuga hvort það gangi ekki eitthvað betur.. það kom nú smá út úr bollanum hennar Örnu þótt það hefði nú ekki verið mikið! Þetta var samt kósý og gott.. vona bara að Ásta fari nú ekki að drekka kaffi eftir þetta... hún var of hrifin af kaffinu sem Anna hellti upp á fyrir hana ;)
Á fimmtudag var ég með saumaklúbbinn í heimsókn... svaka fjör.. gaman að fá Herfurnar loksins í heimsókn.. það vantaði bara Helgu en hún er löglega afsökuð enda er hún á Írlandi!
Á föstudag komu svo Ellen og Sara í mat... rosa kósý stemmning.. þær gjörsamlega ultu síðan út úr dyrunum.... þurfti reyndar næstum að reka þær út þar sem ég átti að mæta í vinnu kl 22.... og hér sit ég enn....

Nú eru 2 verkefni framundan og svo byrja prófin í lok apríl.... allt að gerast í einu.. alveg týpískt.. hefði reyndar átt að vera búin með ritgerðina en var eitthvað að slóra við það.. Ef einhver hefur lesið A room of one's own eftir Virginiu Woolf þá má hann hjálpa mér!! Þarf að skrifa eitthvað um þetta verk út frá feminísku sjónarhorni.. kræsturinn og dúddi líka... Ef einhverjum langar að gefa mér gjöf þá má hann bæta nokkrum auka klukkustundum inn í sólarhringinn fyrir mig!! Það væri mjög vel þegið!

2 Comments:

  • Jáhá það er aldeilis búið að vera nóg að gera hjá þér Alda mín.Takk fyrir mig bæði á miðvikudags- og fimmtudagskvöld góður kaffisopi, k
    okosúlur,kökur og saumaklúbbsréttur nammi namm:þ Já spurning um að fara og gera sér ferðir á Skólavörðustíginn til að fá sér einn og einn kaffibolla og vera svoldið menningarlegur:D
    Kv.Ásta Björk

    By Blogger Bjorkin, at 9:50 e.h.  

  • Yes.. normally but I use a lot of slang hehe ;)

    By Blogger Aldan, at 12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home