Aldan

mánudagur, nóvember 22, 2004

Komin aftur í bæinn eftir æðislega helgi í Svignaskarði!! Fórum út úr bænum í þvílíkum kulda, hafði áhyggjur af því hversu hratt hitamælirinn á bílnum lækkaði þegar við komum inn í Borgarfjörð! Stoppuðum í Borgarnesi og fengum okkur vatnskakó og kaffi, svona aðeins til að koma yl í líkamann... mæli ekki með því, það var vont. Jæja.. við komust heilar á áfangastað, náttla var Aldan við stýrið. Byrjuðum á því að kveikja í grillinu (sem sagt kolunum, ekki grillinu) og létum renna í heita pottinn (sem var þvílíkt stór og fínn, nýr líka ;) ). Jæja... borðuðum ljúffengan mat bæði kvöldin, lambasteik og svo grillað ungnautafillet með hvítlauk og grófmöluðum pipar a la Halldóra. Þrátt fyrir að Halldóra hafi ekki verið á staðnum þá heppnaðist steikin afar vel, if I may say so myself ehehemmm. Veit ekki hvort að hápunktur helgarinnar hafi verið þegar ég og mútta lágum hágrátandi yfir einhverri gelgjumynd og ég komst að því að púðinn var allur blautur eftir mig eða þegar kindurnar stönguðu húsið. Það var sem sagt lítið sem skeði en þetta var alveg yndisleg ferð. Það voru alltaf einhverjar 3 kindur fyrir utan bústaðina, þær störðu á mann en svo þegar maður leit á þær þá litu þær undan eins og þær hefðu ekkert verið að stara á mann! I SAW YOU! Ég og Anna kíktum aðeins inn í Borgarnes á laugardeginum, hvurslags fýlupakk býr þar... allir sem við sáum voru með grettu og pirraðir og leiðinlegir... þeir hefðu þurft að fá eina Hamingjupillu hjá mér! Annars fórum við á 4 staði til að athuga hvort þeir seldu kol! Sem betur fer fundum við kolin á Olís.. annars hefðum við þurft að keyra í bæinn bara.... við hefðum gert það.. ó já! Svo spiluðum við bara Yatsi og Kana (náttla bara Kana kana...) Ég er svo þreytt núna eftir þetta frí, ég þyrfti að komast í annað til að jafna mig á því fyrra!

Er að lesa The Importance of being Earnest! Mæli með þeim bókmenntum... var búin að gleyma hvað þetta er fyndið....

To lose one parent can be considered a misfortune, to lose both is just carelessness!!! Margir gullmolar þarna á ferð!!

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home