Aldan

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Ég trúi því ekki að ég þurfi að bíða í að minnsta kosti 10 daga eftir því að sjá SAW! Þetta er alveg hræðilegt, ég var að horfa á hana um daginn með henni Írisi og svo í miðju atriði (ógó spennó) þá bara slökknar á skjánum, allt búið! Ég var ekkert smá svekkt... svo ætlaði hún Íris nú að redda þessu en þá bara er myndina hvergi að finna!! En ég mæli pottþétt með henni, ekta hryllingsmynd í stíl Se7en, Silence of the Lambs og líka Thirteen Ghosts... Myndin byrjar á því að 2 menn vakna í herbergi, hlekkjaðir við vegg.. á gólfi í herberginu liggur lík með byssu í hendinni. Í vasa þeirra beggja eru skilaboð sem segja þeim hvað þeir þurfi að gera til að komast út úr herberginu (svona nokkurn veginn). Spennó.. jáhá

Mæli líka með The Mindhunters.. við Anna fórum á hana um daginn, þessi mynd hélt spennunni allan tímann. Skemmtilegir leikarar eins og LL Cool J, Christian Slater og Johnny Lee Miller (yummí!). Engar augngotur takk.. þetta eru skemmtilegir leikarar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home