Aldan

laugardagur, janúar 25, 2003

Var ég búin að segja ykkur að Síminn minn er kominn aftur! Eftir næstum 2 mánaða fjarveru, það skemmtilegasta við það er að ég fékk held ég nýjan síma! Alla vega nýtt front... ég var með svona smá rispu á hinum eftir smá árekstur við þak á bíl og malbik!

Fór í gær til Hönnu, spilakvöld... rosagaman. Nína, Karl og Ögmundur og seinna meir síðan Danny. Þar sem Kalli gleymdi að fá spil lánuð stóð fátt til boða! Við tókum bráðabana í Trivial, undirrituð vann eina umferðina með GÍFURLEGUM mun :) næst var Clue og Hættuspilið tekið, Matador og svo aftur smá Clue. Langt síðan maður hefur spilað svona mikið. Nína og Kalli skiptu á milli sín rauðvínsflösku, ég held samt að Nína hafi fengið megnið af henni, þau voru bæði orðin hress og kát sérstaklega í Matador spilinu þar sem þau þurftu að taka á sínu besta til að fylgjast með!
HALLÓ HALLÓ, WILLKOMMEN WILLKOMMEN, HÓHÓHÓ!!! Nína, manstu eitthvað eftir kvöldinu ? ;) Fékk mér til mikillar skelfingar að vita hvað SNOWBALL er :( OJJJJ
Fór síðan heim og horfði á hryllingsmynd sem ég hafði ekki séð!!! The Entity.. .alveg þokkalega góð miðað við að hún er síðan svona 1982. Byggð á sönnum atburðum, fjallar um konu sem er ásótt af einhverri veru, hún heldur að hún sé að verða klikkuð og leitar hjálpar sálfræðings. Það er ekki fyrr en eftir að vinkona hennar sér þetta líka að hún fer að leita að svörunum þar bak við. Sofnaði ekki fyrr en í morgun, er að lesa svo æðislega bók, bara get ekki lagt hana frá mér. Hún heitir The Songmaster og fjallar um ungan strák sem tekin er í fóstur af Sönghúsi, þar er honum kennt að syngja lög sem óma af fólki. Hann er sá besti sem hingað til hefur látið ljós sitt skína og er komið fyrir hjá einræðisherranum Mikal og á að vera þar í nokkur ár, vera söngfuglinn hans! Mikal er búinn að bíða í meir 60 ár eftir að fá til sín söngfugl og svo er söngfuglinum rænt frá honum! Æðisleg saqa... vísindaskáldsaga (ef þið hafið ekki fattað það sjálf!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home