Aldan

mánudagur, janúar 20, 2003

Svaf nákvæmlega ekkert í nótt! Golden globe að kenna, hún var reyndar alveg ágæt (verðlaunaafhendingin), mikið að gerast og margt fyndið! Kim Cattrall átti stórt móment þegar hún sagði að: karlmenn koma og fara en konur þær eru kyrrar!!! Það er reyndar alveg satt :) Jack Nicholson vissi ekki hvort hann ætti að vera móðgaður eða ekki þegar hann fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverk í dramaflokknum því hann hélt hann hefði verið að leika í grínmynd. Lord of the Rings var aftur dissuð.. fékk ekki neitt... de nada! Skemmtilegasta ræðan var líklega sú frá Meryl Streep, hún var eitthvað svo fyndin, var að laga á sér brjóstin og svona! Aðrar ræður sem stóðu upp úr voru hjá Richard Gere, Larry David og Jack Nicholson. Jennifer Aniston mætti fótbrotin á svæðið og var með einhverja þakkarræðu sem var einlæg en það var þögn í salnum, enginn hló eða sagði orð! Ég er með það á tæru að Brad eigi hlut í máli, sem sagt að fótbrotinu, hún þakkaði honum EKKI fyrir! Það voru engin stórslys í fatnaði, Sharon Stone var reyndar í flottum kjól að ofan.. que horror að neðan. Sá að shiffon er að komast aftur í tísku... fullt af shiffon buxum. Blár er greinilega í tísku, sá að minnsta kosti 4 kjóla :) Allir í sama tóni, rosaflottir. Hárgreiðslurnar voru út um allt, sleikt og tekið upp að aftan var rosa vinsælt. Mikið reytt er greinilega einnig í tísku, stjörnur eins og Meryl Streep, Nicole Kidman og Julianne Moore voru með soldið reytt hár ;)

Allavega þegar sjóvið var búið þurfti ég að klára að læra, svo var klukkan bara allt í einu orðin 6 og ég gat alls ekki sofnað! Mætti í skólann rétt fyrir níu, og svo í vinnu klukkan 3 og nú er ég alveg að farast úr þreytu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home