Aldan

laugardagur, janúar 18, 2003

Hvernig væri að fá upphitaðar gangstéttir út um alla Reykjavíkurborg? Eða betra, hvernig væri að byggja svona stórt Dome yfir borgina! Hugsið ykkur ekki fleiri hálkublettir og beinbrot út af frostinu, ekkert slabb. Gætum haft svona kosningu daglega, hvernig veður eigum við að hafa í dag, svo hefur maður valkosti um rigningu, snjókomu, sól !!! Gætum fengið loksins almennileg hvít jól, myndum láta snjóa almennilega, ekki þetta sífellda slabbógeð og svo næsta dag gætu göturnar verið þurrar! Mér líst alveg stórvel á þetta, risastórt gróðurhús! :) nóg af súrefni! Í stað bíla gætum við haft rúllubrautir! Þetta er framtíðin, sé það alveg!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home