Aldan

laugardagur, janúar 18, 2003

Heyrnin er sem betur fer að lagast, mér er hætt að líða eins og ég sé alltaf að tala við Darth Vader í Star Wars þegar ég tala við annað fólk! Sú staðreynd að ég svaf í ALLAN DAG gæti verið skýringin, ég svaf frá 08.45 til klukkan 15.00 og svo aftur frá 16.00 til klukkan 19.30! Næstum 10 tíma!

Var að komast að því að ég þarf að mæta klukkan 08:40 á mánudögum :( í stað 11:40 sem er hálfgerður bömmer en á móti kemur að maður skrópar frekar þegar líður á daginn! En þá er aftur spurning um það hvort maður sofi yfir sig eins og ég á vanda til? Það er skyldumæting. Ég veit ekki hvort ég á að vera ánægð eða fúl! Annars er stundaskráin mín frekar fín, er í fríi miðvikudaga og föstudaga, næstum samfelld, með hádegishlé! Veit ekki hvort ég ætti að taka aukafag, er bara í 3 fögum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home