Aldan

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Borðið þér orma frú Norma! Já það geri ég, ljúffenga hlauporma með Doritoflögum! Ég var víst búin að lofa einhverju bloggi í kvöld og stend við það! Það hefur þó lítið á mína strönd rekið, ég er byrjuð í skólanum. Það er eitthvað í ólagi með heyrnina á mér! Þegar fólk er að tala við mig er eins og það séu vélmenni að tala, bergmálar og hljóðið svona bælt, svo er eins og það sé stormur fyrir utan! Samt er ég ekki með eyrnabólgu samkvæmt lækninum, ekkert að heyrninni. Reyndar er ég víst með alveg prýðisgóða heyrn fyrir utan að ég greini ekki lægsta bassann og hæstu tíðnina, annars yfir meðallagi sem ég hefði aldrei trúað! Hann heldur að þetta sé bara slímhúðarþroti (hljómar dáldið eins og kynsjúkdómur), hvað sem það nú er! Mjög óþægileg tilfinning.

Á miðvikudaginn fyrir viku síðan kom Arna í heimsókn, við tókum VERSTU KVIKMYND EVER! Veit ekki hvað hún Arna ;) var að pæla með þessu vali sínu. Vampires: Los Muertos með Jon Bon Jovi í aðalhlutverki!! Hún var svo leiðinleg og illa leikin að ég ÆLDI... næstum því bókstaflega!
Á fimmtudag var svo saumaklúbbur, næstum fullkomin mæting hjá stúlkunum sem er afrek útaf fyrir sig. 9 af 10 mögulegum mættu! Ýmislegt rætt... þurfti samt að fara fyrr, as usual! Þurfti að koma kjúklingum í frost (nei þetta er ekki myndform eða neitt kinky).
Á föstudag var ítalskt kvöld hjá Kalla sem var mjög vel heppnað eins og flest allt sem hann Karl tekur sér fyrir hendur. Fengum heimatilbúið Lasagna, Risottó, pasta og pesto. Svo var Partýspilið tekið fram og 2 umferðir spilaðar, mitt lið tapaði í hvert sinn! Kenni ömurlegum leikhæfileikum mínum um það! Svo var ís í eftirrétt! Reyndum að spila með venjulegum spilum, einhvað fór það ofangarðs og endaði í spilagöldrum!
Síðan hef ég ekki gert rassgat!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home